Isak, sem er aðeins 17 ára gamall, sló í gegn með AIK í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra. Þar lék hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Heiðari Haukssyni.
Isak skoraði 10 mörk í 24 deildarleikjum í fyrra, auk þriggja marka í sænsku bikarkeppninni.
Isak lék sinn fyrsta landsleik fyrir Svíþjóð 8. janúar síðastliðinn. Fjórum dögum síðar skoraði hann svo sitt fyrsta landsliðsmark í 6-0 sigri á Slóvakíu. Isak er yngsti markaskorari í sögu sænska landsliðsins.
Real Madrid sýndi Isak mikinn áhuga en strákurinn valdi frekar að fara til Dortmund sem hefur verið duglegt að sanka að sér efnilegum leikmönnum að undanförnu. Talið er að Isak hafi kostað Dortmund 7,3 milljónir punda.
Isak er ætlað að fylla skarð Kólumbíumannsins Adrián Ramos hjá Dortmund. Kínverska liðið Chongqing Lifan keypti Ramos frá Dortmund á dögunum en lánaði hann strax til Granada en félögin eru í eigu sömu aðila.
Borussia Dortmund verpflichtet Alexander Isak // Borussia Dortmund sign striker Alexander Isak #welcomeisak #bvb pic.twitter.com/TCBIqGfhOv
— Borussia Dortmund (@BVB) January 23, 2017