Hanne Gaby Odiele er intersex Ritstjórn skrifar 24. janúar 2017 10:00 Hanne Gaby Odiele. Glamour/Getty Belgíska ofurfyrirsætan Hanne Gaby Odiele er flestum sem fylgjast með tísku vel kunn, hún hefur gengið tískpallinn fyrir öll helstu tískuhús heimsins, verið í herferðum fyrir stórfyrirtæki sem og á síðum og forsíðum helstu tímarita í heimi. Einnig er hún í uppáhaldi sem fatahönnuðinum Alexander Wang. Í nýju viðtali við USA Today opnar hún hinsvegar á nýja persónulega hlið sem hingað til hefur verið óþekkt en fyrir 29 árum síðan fæddist hún intersex. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig á þessum tímapunkti í lífi mínu að opna umræðuna. Þetta á ekki að vera tabú í dag og fullkomlega eðlilegt að tala um þetta." Hvað er að vera intersex? Samkvæmt heimasíðu Samtakanna 78 um Intersex er intersex fólk fætt með líkamleg, erfðafræðileg eða hormónaeinkenni sem eru hvorki að fullu kvenkyns né karlkyns, samsetning af karlkyni og kvenkyni, eða hvorki kvenkyns né karlkyns. Hanne Gaby var fæddist með bæði kven -og karlhormón og eistu að innanverðu. Foreldrar hennar sögðu henni frá þessu þegar hún var 10 ára gömul og hún þyrfti að láta fjarlægja eistun þegar hún var 18 ára gömul. Hanne segir í viðtalinu að hún hafi ekki vitað nógu mikið um málefnið þegar hún var send í aðgerðina og er reið yfir því þessar aðgerðir séu ennþá framkvæmdar. Mikil umræða er um þessar aðgerðir í dag en það er talið mikilvægt að intersex fólk fái sjálft að ákveða sitt kyn, rétt eins og annað fólk, og þá hvort og hvernig læknisfræðilegar aðgerðir það vilji gangast undir.Af götunni í París.Gengur pallinn fyrir Marc Jacobs. Dear #intersexyouth , doctors and parents, Whats up #intersex #StopIGM (Intersex Genital Mutilation) #intersexHanne #intersexy Feel free to share A video posted by Hanne Gaby Odiele (@hannegabysees) on Jan 23, 2017 at 2:07pm PST She's out! @interact_adv #intersex #StopIGM (Intersex Genital Mutilation) #intersexHanne #intersexy A photo posted by Hanne Gaby Odiele (@hannegabysees) on Jan 23, 2017 at 2:06pm PST Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Westwood stal senunni í Berlin Glamour Eiga von á sínu fyrsta barni Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Loðnir inniskór frá Rick Owens x Birkenstock Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Pallíetturnar eru heitar um jólin Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour
Belgíska ofurfyrirsætan Hanne Gaby Odiele er flestum sem fylgjast með tísku vel kunn, hún hefur gengið tískpallinn fyrir öll helstu tískuhús heimsins, verið í herferðum fyrir stórfyrirtæki sem og á síðum og forsíðum helstu tímarita í heimi. Einnig er hún í uppáhaldi sem fatahönnuðinum Alexander Wang. Í nýju viðtali við USA Today opnar hún hinsvegar á nýja persónulega hlið sem hingað til hefur verið óþekkt en fyrir 29 árum síðan fæddist hún intersex. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig á þessum tímapunkti í lífi mínu að opna umræðuna. Þetta á ekki að vera tabú í dag og fullkomlega eðlilegt að tala um þetta." Hvað er að vera intersex? Samkvæmt heimasíðu Samtakanna 78 um Intersex er intersex fólk fætt með líkamleg, erfðafræðileg eða hormónaeinkenni sem eru hvorki að fullu kvenkyns né karlkyns, samsetning af karlkyni og kvenkyni, eða hvorki kvenkyns né karlkyns. Hanne Gaby var fæddist með bæði kven -og karlhormón og eistu að innanverðu. Foreldrar hennar sögðu henni frá þessu þegar hún var 10 ára gömul og hún þyrfti að láta fjarlægja eistun þegar hún var 18 ára gömul. Hanne segir í viðtalinu að hún hafi ekki vitað nógu mikið um málefnið þegar hún var send í aðgerðina og er reið yfir því þessar aðgerðir séu ennþá framkvæmdar. Mikil umræða er um þessar aðgerðir í dag en það er talið mikilvægt að intersex fólk fái sjálft að ákveða sitt kyn, rétt eins og annað fólk, og þá hvort og hvernig læknisfræðilegar aðgerðir það vilji gangast undir.Af götunni í París.Gengur pallinn fyrir Marc Jacobs. Dear #intersexyouth , doctors and parents, Whats up #intersex #StopIGM (Intersex Genital Mutilation) #intersexHanne #intersexy Feel free to share A video posted by Hanne Gaby Odiele (@hannegabysees) on Jan 23, 2017 at 2:07pm PST She's out! @interact_adv #intersex #StopIGM (Intersex Genital Mutilation) #intersexHanne #intersexy A photo posted by Hanne Gaby Odiele (@hannegabysees) on Jan 23, 2017 at 2:06pm PST
Mest lesið Miranda Kerr gifti sig í Dior Glamour Westwood stal senunni í Berlin Glamour Eiga von á sínu fyrsta barni Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Loðnir inniskór frá Rick Owens x Birkenstock Glamour Nicole Kidman tilnefnd til Emmy verðlauna Glamour Pallíetturnar eru heitar um jólin Glamour Seldi fyrir 10 milljónir dollara á 4 dögum Glamour Gæði og einfaldleiki hjá Filippa K Glamour