Ecclestone rekinn eftir 40 ára starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 09:38 Bernie Ecclestone stýrði Formúlunni í 40 ár. vísir/getty Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017 Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017
Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30