Ecclestone rekinn eftir 40 ára starf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. janúar 2017 09:38 Bernie Ecclestone stýrði Formúlunni í 40 ár. vísir/getty Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017 Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Hinn 86 ára Bernie Ecclestone er hættur afskiptum af Formúlu 1 eftir að hafa verið alráður í mótaröðinni undanfarna fjóra áratugi. Ecclestone sagði í gær að hann hafi verið neyddur út úr Formúlunni eftir að Liberty Media, eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, keypti Formúluna. Í gær var tilkynnt að yfirtaka Liberty Media væri frágengin og að Ecclestone myndi aðeins gegna ráðgjafahlutverki fyrir stjórn Formúlunnar. „Ég var rekinn. Það er staðfest. Ég stýri ekki lengur fyrirtækinu. Chase Carey hefur tekið við minni stöðu,“ sagði Ecclestone í samtali við Auto Motor und Sport í gær. Ecclestone var gerður að svokölluðum „chairman emeritus“ en sagðist ekki vita hvað felist í því. Hann neitaði að tjá sig um málið við breska fjölmiðla. Ross Brown, fyrrum yfirmaður Mercedes-liðsins, hefur verið ráðinn til að hafa yfirumsjón með tækni- og íþróttahlið rekstursins en Sean Bratches, fyrrum yfirmaður hjá ESPN, stýrir nú markaðshlið rekstursins. Brawn naut mikillar velgengni í Formúlunni og var lykilmaður í öllum sjö heimsmeistaratitlum Michael Schumacher auk þess sem hann gerði Jenson Button að meistara árið 2009. Nú síðast var hann maðurinn á bak við meistaratitil Nico Rosberg í haust. Rosberg lýsti yfir ánægju sinni með breytingarnar og sagði að það hefði verið tímabært fyrir Ecclestone að stíga til hliðar nú.Bernie, mega job! But a change has been overdue. Mr. Carey, all the best in making our sport awesome again.— Nico Rosberg (@nico_rosberg) January 23, 2017
Formúla Tengdar fréttir FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA samþykkir yfirtök Liberty Media FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1. 20. janúar 2017 23:30