Innlent

Óku utan vegar án leyfis frá Umhverfisstofnun

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Tökulið Game of Thrones við störf sín. Myndin er frá 2016.
Tökulið Game of Thrones við störf sín. Myndin er frá 2016. Vísir/Getty
Kvikmyndatökulið þáttanna Game of Thrones bað ekki um leyfi frá Umhverfisstofnun til að aka utanvegar í Dyrhólafjöru. RÚV greinir frá.

Inn á vef Umhverfisstofnunnar er ekki að finna leyfi fyrir utanvegaakstrinum en samkvæmt Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur, teymisstjóra Umhverfisstofnunnar, var einungis  sótt um leyfi frá Mýrdalshreppi, sem hafi gefið grænt ljós.

Aðalbjörg bendir hins vegar á að leyfi til utanvegaaksturs vegna kvikmyndagerðar falli undir náttúruverndarlög og því beri að sækja um slíkt leyfi hjá stofnunninni sjálfri en ekki hjá hreppnum.

Pegasus sá um kvikmyndun þáttanna ásamt erlendu tökuliði og hyggst Aðalbjörg jafnvel munu boða þá á fund í þeim tilgangi að kynna þeim fyrir því hvernig beri að hátta málum sem þessum. Áhættumeta þurfi svona framkvæmdir og því skipti máli að setja skilyrði til að koma í veg fyrir mengunarslys svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×