Glamour

Óður til steríótýpunnar hjá Vetements

Ritstjórn skrifar
Fjölbreytning í fyrirúmi á tískupallinum hjá Vetements.
Fjölbreytning í fyrirúmi á tískupallinum hjá Vetements. Glamour/Getty
Franska fatamerkið Vetements hefur hægt og bítandi verið að valda usla í tískuheiminum ef svo má að orði komast. Merkið nýtur þess að ögra og stíga út fyrir rammana, og það hefur svo sannarlega verið vel heppnað þó að skiptar skoðanir séu um fatnaðinn sjálfan. Engin undantekning var á þessu í París í gærkvöldi þar sem sameiginleg herra-og dömusýningu merkisins sem fór fram í Pompidou safninu.  

Yfirskrift sýningarinnar var óður til steríótýpunnar og það fór ekki milli mála þegar fyrirsæturnnar byrjuðu að streyma niður pallinn. Fjölbreytning var allsráðandi, bæði í fatnaðinum og í fyrirsætuvalinu sjálfu. Í raun var sýningin eins og að vera staddur í verslunarmiðstöð að horfa á mannlífið - raunveruleikinn.

Fötin voru í aukahlutverki í sýningunni þó að vissulega mátti sjá flíkur sem verða líklega vinsæl næsta haust. Yfirhönnuður og einn stofnandi Vetements, Demna Gvasalia má eiga það að hann er brautryðjandi á sínu sviði og það er alltaf gaman að sýningar eins og þessa á tískuvikunni, eitthvað nýtt, eitthvað ferskt, eitthvað pönk. 



Dúnúlpur og hettupeysur.

The Vetements bride closes the show @vetements_official #vetements #fashionweek

A video posted by Vogue Paris (@vogueparis) on






×