Hafa áhyggjur af ferðamönnum vegna Kötlugoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. janúar 2017 21:30 Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa áhyggjur af því að rýmingaráætlanir vegna Kötlugoss taki ekki til aukins fjölda ferðamanna hér á landi. Auknar líkur eru taldar á Kötlugosi eftir skjálftahrinu síðustu daga. „Það eru breyttir tímar í dag og það sem við höfum mestar áhyggjur af er að þegar þessi fjöll eru að gjósa eru gjarnan ferðamenn að flækjast jafnvel ofan á þeim,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir samkvæmt orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Við Kötlugos geta mikil jökulhlaup ruðst fram Mýrdalssand, Sólheimasand og Markarfljótsaura, allt eftir því hvar staðsetning eldgossins er. Til eru ítarlegar rýmingaráætlanir sem æfðar eru en Oddur hefur áhyggjur af því að þeir endurspegli ekki þann fjölda ferðamanna sem sækja svæðið sem um ræðir heim. „Það er alveg ný staða og þegar rýmingaráætlun Kötlu var gerð voru kannski þrjú til fjögur hundruð manns sem gistu á nóttu til í Vík og með húsnæði til að taka við þeim þegar átti að rýma neðri hluta bæjarins. Nú eru á hverri nóttu yfir vetrarmánuðina kannski ellefu hundruð manns sem eru þarna. Það er orðið mun umsvifameiri rýming sem þarf að fara í,“ sagði Oddur. Unnið er að því að uppfæra rýmingaráætlunina í samræmi við þetta en meðal annars er gert ráð fyrir því að sms-skilaboð verði send á alla gsm-síma á því svæði sem þyrfti að rýma komi til Kötlugoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50 Jarðskjálfti í miðri Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli Enginn gosórói sjáanlegur. 26. janúar 2017 16:05 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Vísindaráð kom saman til fundar í dag vegna skjálftavirkni í Kötlu. 27. janúar 2017 14:50