Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 14:16 Myndin er tekin við Kirkjufjöru fyrr í dag. Vísir/Jói K Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30