Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:28 Frá Kirkjufjöru. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16
Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30