Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:28 Frá Kirkjufjöru. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16
Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30