Kína og erfiður tími fyrir Bitcoin Lars Christensen skrifar 11. janúar 2017 07:00 Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Lars Christensen Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Sýndargjaldmiðillinn“ Bitcoin hefur fengið mikla athygli undanfarin ár – aðallega af því að gengi Bitcoin hefur leitað mjög sterkt upp á við en einnig af því að það hefur verið mjög óstöðugt. Síðustu tvær vikur hefur áhuginn á Bitcoin aukist enn meira eftir að gengi Bitcoin náði fyrst methæðum gagnvart bandaríska dollarnum en féll síðan í síðustu viku um meira en 20% á einum degi. Yfirleitt tek ég, og aðrir sem fylgjast með fjármálamörkuðum heimsins, lítið eftir þróun Bitcoin. Hins vegar segir þróunin síðasta árið, og sérstaklega síðasta hálfa mánuðinn, okkur áhugaverða sögu um næststærsta hagkerfi heimsins – Kína.Gilda engar reglur Ef við lítum á þróun hins kínverska renminbi og Bitcoin síðasta árið sjáum við að það hefur verið tiltölulega sterk öfug fylgni á milli „gjaldmiðlanna“ tveggja og þetta samband hefur styrkst eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld hafa hrundið af stað hægfara gengislækkun renminbi. Árið 2014 fóru vangaveltur á mörkuðunum vaxandi um að kínverski seðlabankinn – Alþýðubanki Kína – myndi leyfa renminbi að veikjast og með tímanum taka upp fljótandi gengisstefnu. Síðan í árslok 2015 hefur orðið ljóst að bankinn hefur í raun tekið upp þá stefnu að láta gengi renminbi síga jafnt og þétt. Fjárfestar hafa smám saman áttað sig á þessu og því hefur verið skynsamlegt að færa sig úr renminbi og yfir í aðra gjaldmiðla. En gjaldmiðlaflæði er ekki alveg frjálst í Kína og þess vegna er erfiðara að taka „skortstöðu“ gagnvart renminbi. En um Bitcoin-markaðinn gilda engar reglur – ekki heldur í Kína. Þess vegna hafa kínverskir fjárfestar reynt að fara í kringum gjaldeyrishöftin með því að kaupa Bitcoin (fyrir renminbi). Afleiðingin er sú að nú hefur Kína næstum 90% „markaðshlutdeild“ í viðskiptum með Bitcoin. Markaðshlutdeild sem hefur margfaldast síðan 2014-15 þegar væntingar um veikara renminbi komu fram fyrir alvöru.Varla tilviljun Þetta þýðir líka að uppsveiflan á verði Bitcoin á síðustu tveimur árum er í raun aðallega vegna ótta við „kínverskt gengissig“, en það þýðir líka að hættan á meiriháttar falli á verði Bitcoin er nátengd þróun renminbis og kínverskri gjaldeyrisstefnu. Þar af leiðir að ef Kínverjar tækju upp algerlega frjálsan gjaldeyrismarkað væri engin þörf á að nota Bitcoin til að fara í kringum gjaldeyrishöftin. Og ef renminbi væri látinn fljóta myndi gjaldmiðillinn fljótt finna „eðlilegt“ verðgildi sitt og þá myndi gjaldeyrisútstreymið hætta um leið og væntingar um gengisfall hyrfu. Og að lokum: Ef Alþýðubanki Kína myndi hætta við þá stefnu að láta gengið síga og festa renminbi við dollarann á trúverðugan hátt – til dæmis ef Kína yrði þvingað til að gera þetta af nýju Trump-stjórninni – þá myndi það sennilega valda nýju falli á verðgildi Bitcoin. Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við sáum í síðustu viku þegar Alþýðubankinn greip sterkt inn í á gjaldeyrismarkaðnum til að styrkja renminbi. Sama dag og þetta gerðist hrapaði gengi Bitcoin. Það er varla tilviljun.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun