Ásta: Virðist vera sem stuðningsmenn ESB í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum Anton Egilsson skrifar 10. janúar 2017 19:34 Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Ernir Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, segir að það stingi helst í hve grunnt sé farið í fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu í stjórnarsáttmálanum. Þá segir hún að það virðist vera sem stuðningsmenn Evrópusambandsins í ríkisstjórninni ætli að treysta á minnihlutann í risastórum málum. „Þetta er rosa yfirborðskennt þannig að ég hlakka til að sjá hvernig og hvort að eitthvað af þessu verði framkvæmt,“ sagði Ásta í samtali við Vísi. Þá segir hún að svo virðist vera að stuðningsmenn Evrópusambandsins innan ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætli sér að treysta á minnihlutann í stórum málum. „Það virðist vera svo að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þessum ríkisstjórnarflokkum ætli sér að treysta á minnihluta þingsins þegar það kemur að risastórum málum sem er sérkennilegt að vissu leyti þar sem að það er ekki búið að tala við minnihlutann. Svo maður spyr sig hversu mikill meirihluti þetta sé í raun og veru.“Lítið farið í útfærslurAð öðru leyti þykir Ástu stjórnarsáttmálinn frekar rýr. Lítið sé farið í nánar útfærslur á málum. „Hann er frekar rýr. Það er lítið farið í útfærslur eins og til dæmis á endurskoðun á stjórnarskránni. Það er talað um að sett verði á nefnd en hvernig er framkvæmdin á því, það liggur við að það sé hvorki fugl né fiskur varðandi það. Ég hugsa að flokkarnir hafi ólíka hugmyndafræði um hvernig eigi að fara að því.“ Ríkisstjórnin fer inn á Alþingi með einungis eins manns meirihluta en með svo nauman meirihluta við stjórnvölinn segir Ásta að umræðuhefðin á þinginu þurfi að breytast. „Það þýðir ekki að vera að trukka hlutum í gegn eins og gert var á seinasta kjörtímabili. Núna þarf að tala saman.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17 Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53 Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Svona lítur stjórnarsáttmálinn út Formenn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undirrituðu sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf í Gerðarsafni í Kópavogi í dag klukkan 14:30. 10. janúar 2017 15:17
Loga þykir stjórnarsáttmálinn nokkuð rýr í roðinu Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur nýsamþykktan stjórnarsáttmála nokkuð rýran í roðinu. Hann segir fögur fyrirheit að finna í sáttmálanum sem hann er svartsýnn á að verði efnd. 10. janúar 2017 17:53
Katrín um stjórnarsáttmálann: Áhyggjuefni að lítið sé fjallað um húsnæðismál Formaður Vinstri grænna segist hafa talsverðar áhyggjur af því að ekki sé lögð næg áhersla á velferðarmál í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 10. janúar 2017 16:41