Vandvirk vandlæting Hildur Björnsdóttir skrifar 13. janúar 2017 07:00 Það er átakanlegt að lesa athugasemdakerfi vefmiðla. Stundum svolítið skemmtilegt en aðallega átakanlegt. Sóðaleg uppröðun orða vefst ekki fyrir mannskapnum. Flest þekkjum við siðareglur í mannlegum samskiptum. Á mannamótum viðhöfum við ákveðna háttvísi og vöndum orðaval að tilteknu marki. Við reynum að móðga hvorki né særa. Með tilkomu internetsins varð bylting í mannlegri tjáningu. Hvert nettengt mannsbarn öðlaðist skyndilega háværa rödd. Í hvaða afskekkta nettengda herbergi sem var gat einangraður maður nú miðlað hugsunum. Það sem ekki varð sagt augliti til auglits var óhikað sagt undir bláma tölvuskjásins. Gagnrýnin umræða er heilbrigð öllum lýðræðissamfélögum. Sannarlega. En vandlætingu má sýna af vandvirkni. Jafnvel virðingu. Það sem ratar á veraldarvefinn verður ekki svo glatt afturkallað. Afi minn heitinn, Gísli Konráðsson, var einstök fyrirmynd. Manngerð hans er leiðarljós á erfiðustu vegferðum lífsins. Þegar róðurinn verður þyngstur – þegar mannlegur breyskleiki knýr dyra – er gott að leita leiðsagnar í minningunni um hann. Nálgun afa á mannleg samskipti var yfirveguð. Orðavalið vandað og jafnaðargeðið einstakt. Virðing fyrir heimsmynd annarra. Afi var ekki bara guðlega góður. Hann var líka ráðagóður og mælskur. Heilræði hans voru mörg og sum þeirra færð í bundið mál. Þau sem eftir fylgja hef ég nú til skoðunar. Eflaust mættu fleiri veita þeim eftirtekt.Holl sú regla öllum erog þess verð að temja sérað hafa ei önnur orð um mannen þú getur sagt við hann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Það er átakanlegt að lesa athugasemdakerfi vefmiðla. Stundum svolítið skemmtilegt en aðallega átakanlegt. Sóðaleg uppröðun orða vefst ekki fyrir mannskapnum. Flest þekkjum við siðareglur í mannlegum samskiptum. Á mannamótum viðhöfum við ákveðna háttvísi og vöndum orðaval að tilteknu marki. Við reynum að móðga hvorki né særa. Með tilkomu internetsins varð bylting í mannlegri tjáningu. Hvert nettengt mannsbarn öðlaðist skyndilega háværa rödd. Í hvaða afskekkta nettengda herbergi sem var gat einangraður maður nú miðlað hugsunum. Það sem ekki varð sagt augliti til auglits var óhikað sagt undir bláma tölvuskjásins. Gagnrýnin umræða er heilbrigð öllum lýðræðissamfélögum. Sannarlega. En vandlætingu má sýna af vandvirkni. Jafnvel virðingu. Það sem ratar á veraldarvefinn verður ekki svo glatt afturkallað. Afi minn heitinn, Gísli Konráðsson, var einstök fyrirmynd. Manngerð hans er leiðarljós á erfiðustu vegferðum lífsins. Þegar róðurinn verður þyngstur – þegar mannlegur breyskleiki knýr dyra – er gott að leita leiðsagnar í minningunni um hann. Nálgun afa á mannleg samskipti var yfirveguð. Orðavalið vandað og jafnaðargeðið einstakt. Virðing fyrir heimsmynd annarra. Afi var ekki bara guðlega góður. Hann var líka ráðagóður og mælskur. Heilræði hans voru mörg og sum þeirra færð í bundið mál. Þau sem eftir fylgja hef ég nú til skoðunar. Eflaust mættu fleiri veita þeim eftirtekt.Holl sú regla öllum erog þess verð að temja sérað hafa ei önnur orð um mannen þú getur sagt við hann. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun