Ferðamenn átti sig ekki á hættunni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2017 21:00 Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Snorri Ingason, varaformaður félags leiðsögumanna, segir að það þurfi að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Ferðamenn klifri yfir grindverk til að komast nær Gullfossi og átti sig ekki á hættunni. Hann segir að það verði slys á staðnum ef ekki verður gripið inn í og vonast til að nýr ráðherra bregðist við. Undanfarið hefur verið fjallað um hættuna í Reynisfjöru en þýsk kona lét lífið á dögunum eftir að hún fór í sjóinn. Ferðamenn virðast ekki fara eftir fyrirmælum á staðnum og virða hættuskilti að vettugi. Kallað hefur verið eftir landvörslu á svæðinu. Svipaða sögu er að segja af fleiri stöðum en varaformaður félags leiðsögumanna segir leiðsögumenn á landinu marga hverja sammála um að það þurfti að efla gæslu á vinsælum ferðamannastöðum. Til að mynda við Dettifoss og við hverina við Námaskarð sé fólk að fara yfir keðjur og reipi. Um nokkurt skeið hafi það tíðkast að ferðamenn virði ekki lokanir göngustígs við Gullfoss til að komast nær fossinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Þá ganga sumir svo langt að fara yfir keðjur og grindverk í nokkurra metra fjarlægð frá fossinum. „Hættan er náttúrulega að fólk falli fram af brúninni. Síðan er það grjóthrun. Það getur hrunið úr brúninni á annan sem er að labba niður eftir. Svo náttúrulega þegar það er hávetur er þetta allt í ís og fólk getur runnið ofan í fossinn. Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Þetta virðist vera hjarðhegðun. Það er einn sem fer yfir og þá vilja hinir fara líka því þessi er að fara,“ segir Snorri. Það verði að grípa í taumana áður en að slys verður á staðnum. „Það verður slys þarna ef þetta heldur svona áfram. Ef fólk heldur áfram að labba þarna yfir hliðið. Við bindum vonir við nýjan ráðherra að það verði gerð gangskör í því að koma upp einhverskonar landvarðakerfi. Að það sé fólk á þessum stöðum sem er á staðnum til þess að vara fólk við,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira