Glittir í framkvæmdir við Landmannalaugar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Þjónustuhúsið verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingum. Myndir/Landmótun og VA arkitektar Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Landmannalaugar í maí með því að gera bílastæði fyrir sjö rútur og 75 bíla við Námakvísl. Einnig á að gera þjónustuhús fyrir laugargesti og aðstöðu landvarðar og nestisaðstöðu verður umbylt. Fleiri framkvæmdir eru fyrirhugaðar, meðal annars göngustígur að laugarsvæðinu, skýli og aðstaða við laugina verður byggt og gert verður tjaldsvæði og húsbílastæði norðan Námahrauns. Deiliskipulag fyrir Landmannalaugar var kynnt í sveitarstjórn Rangarþings ytra á mánudag. Skipulagið er byggt á vinningstillögu um svæðið sem Landmótun og VA-Arkitektar unnu árið 2014. Svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og er hratt að drabbast niður en samkvæmt nýjustu tölum frá 2012 komu um 70 þúsund ferðamenn þangað. Síðan hefur ferðamönnum fjölgað gríðarlega.Mynd/ Landmótun og VA arkitektar„Við erum að vona að þetta sé upphafið að því að það verði þarna breytingar til batnaðar,“ segir Þorgils Torfi Jónsson, oddviti í Rangárþingi ytra. „Það er ekki vanþörf á, því svæðið er á rauða lista Umhverfisstofnunar og við megum ekki vera mikið seinni,“ bætir hann við. Landmannalaugar tilheyra friðlandi að Fjallabaki sem var friðlýst árið 1979 og er það í umsjón Umhverfisstofnunar. Það er einnig þjóðlenda þó að Rangárþing ytra eigi þar ákveðin réttindi. Tilgangur með gerð deiliskipulagsins er að draga úr álagi af völdum ferðamanna en að sama skapi bæta þjónustu við ferðamenn á svæðinu. Markmiðið er að styrkja ímyndina og raska sem minnst náttúru og lífríki svæðisins. Byggingarefni verða sótt í innlenda framleiðslu eins og kostur er.Mynd/Landmótun og VA arkitektar„Það er búið að gera svolítið í göngustígum og öðru á svæðinu og stefnan er að gera meira í sumar til að reyna að endurheimta svæðið af rauða listanum. Til þess að það sé hægt verða að koma inn peningar frá ríkinu. Lítil sveitarfélög ráða ekkert við þetta. Þarna gæti komið einhver gjaldheimta því menn eru að hugsa að svæðið gæti orðið sjálfbært með tíð og tíma,“ segir Þorgils. Aðspurður hvort kostnaðurinn lendi á sveitarfélaginu segir hann ekki svo vera. Ríkið beri kostnaðinn af uppbyggingunni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Sjá meira