Breivik fékk að faðma móður sína áður en hún lést atli ísleifsson skrifar 13. janúar 2017 11:17 Hinn 37 ára Breivik var dæmdur í 21 árs fangelsi árið 2012 þó að ólíklegt þykir að hann muni nokkurn tímann verða sleppt. Vísir/AFP Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fékk leyfi til að faðma móður sína þegar hún heimsótti hann í fangelsið í síðasta sinn, skömmu áður en hún lést. Frank Eide, deildarstjóri í Ila-fangelsinu, greindi frá þessu fyrir rétti í morgun þar sem mál Breivik gegn norska ríkinu er nú tekið fyrir. Í frétt VG segir að þetta sé í eina skiptið frá því að Breivik var handtekinn í Útey þann 22. júlí 2011 sem hann hafi fengið að hitta aðra manneskju án þess að glerveggur eða rimlar skilji þá að. Eide segir ákvörðunina hafa verið tekna til að Wenche Breivik, sem þá var dauðvona, fengi leyfi til að kveðja þennan heim eftir að hafa fengið að faðma son sinn í síðasta sinn. „Hann kunni vel að meta þetta,“ sagði Eide, en Wenche Breivik lést 22. mars 2013. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, vildi vita hvort að um undantekningartilvik hafi verið að ræða eða hvort að fangelsisyfirvöld ætli sér að rýmka reglurnar þegar kemur að samskiptum Breivik við annað fólk. Fyrr í vikunni kom fram að Breivik eigi í bréfasamskiptum við fjölda kvenna. Þannig fái hann reglulega sendar erótískar smásögur með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum. Þá hafi hann skipst á bréfum við konu frá Svíþjóð frá árinu 2012. Konan hefur sent Breivik rúmlega 130 bréf frá 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi. Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21 Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik fékk leyfi til að faðma móður sína þegar hún heimsótti hann í fangelsið í síðasta sinn, skömmu áður en hún lést. Frank Eide, deildarstjóri í Ila-fangelsinu, greindi frá þessu fyrir rétti í morgun þar sem mál Breivik gegn norska ríkinu er nú tekið fyrir. Í frétt VG segir að þetta sé í eina skiptið frá því að Breivik var handtekinn í Útey þann 22. júlí 2011 sem hann hafi fengið að hitta aðra manneskju án þess að glerveggur eða rimlar skilji þá að. Eide segir ákvörðunina hafa verið tekna til að Wenche Breivik, sem þá var dauðvona, fengi leyfi til að kveðja þennan heim eftir að hafa fengið að faðma son sinn í síðasta sinn. „Hann kunni vel að meta þetta,“ sagði Eide, en Wenche Breivik lést 22. mars 2013. Øystein Storrvik, lögmaður Breivik, vildi vita hvort að um undantekningartilvik hafi verið að ræða eða hvort að fangelsisyfirvöld ætli sér að rýmka reglurnar þegar kemur að samskiptum Breivik við annað fólk. Fyrr í vikunni kom fram að Breivik eigi í bréfasamskiptum við fjölda kvenna. Þannig fái hann reglulega sendar erótískar smásögur með Breivik og konunum sjálfum í aðalhlutverkum. Þá hafi hann skipst á bréfum við konu frá Svíþjóð frá árinu 2012. Konan hefur sent Breivik rúmlega 130 bréf frá 2012 og hann hafi sjálfur sent henni um þrjátíu bréf. Fyrir dómi var rætt um konuna sem „M“. Dómstóll dæmdi í vor að norska ríkið hafi brotið á mannréttindum Breivik í fangelsi. Dómnum var áfrýjað og er málið nú tekið fyrir á æðra dómstigi.
Hryðjuverk í Útey Noregur Tengdar fréttir Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21 Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18 Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Breivik sýndi enga iðrun fyrir áfrýjunardómstól Anders Behring Breivik sem myrti sjötíu og sjö manns í Osló og Útey árið 2011 sýndi enga iðrun fyrir norskum dómstól í dag þar sem kvartanir hans vegna aðbúnaðar í fangelsinu voru teknar fyrir. Hann viðurkennir að umkvartanir hans hafi verið settar fram til að fá vettvang til að koma róttækum þjóðernisskoðunum sínum á framfæri. 12. janúar 2017 19:21
Breivik heilsaði að nasistasið í réttarsal Réttarhöld hófust í máli Anders Behring Breivik gegn norska ríkinu í morgun. 10. janúar 2017 13:18
Breivik hefur skipst á bréfum við sænska konu frá 2012 Fram kom fyrir dómi í morgun að Anders Behring Breivik sé með fjölda mynda af konum á korktöflu í klefa sínum. 11. janúar 2017 13:59