Samgönguráðherra segir ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. janúar 2017 14:38 Jón Gunnarsson, samgönguráðherra vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Vísir/Anton Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann segir það jafnframt ekki sjálfsagt að opna NA/SV braut flugvallarins, sem oft er kölluð neyðarbrautin, á nýjan leik. Jón var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Málið er ekkert flókið í mínum huga. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Almennt er sú skoðun viðurkennd að það sé nauðsynlegt, og meira að segja hefur maður heyrt það frá borgaryfirvöldum, að það sé nauðsynlegt að flugvöllurinn, til að geta sinnt þessu hlutverki, sé hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón aðspurður um næstu skref í málefnum Reykjavíkurflugvallar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að byggja flugvöll einhversstaðar annars staðar á þessu svæði. Ég tel það ekki koma til greina að fara með hann til Keflavíkur, svo það sé sagt. Vegna þess að ég tel að miðað við samgönguaðstæður eins og þær eru í dag og það hafa útreikningar sýnt og skýrslur sýnt, það mun draga verulega úr starfsemi innanlandsflugsins. Þannig að mér finnst það ekki koma til greina.“Vill ekki loka á framtíðarmöguleika Jón segist vilja setjast niður með borgaryfirvöldum og fara yfir málefni Reykjavíkurflugvallar. „Þá höfum við bara þessa einföldu mynd fyrir framan okkur. Völlurinn er í Vatnsmýrinni. Hann á að þjóna, sem miðstöð innanlandsflugs í landinu, sem þetta mikilvæga samgöngutæki. Og þar til ákvörðun hefur verið tekin um að flytja hann eitthvað annað þá verður hann þarna. Ég trúi ekki öðru en að ég geti náð að setjast niður með yfirvöldum í borginni og við förum sameiginlega yfir þessa staðreynd málsins.“ Hann segist þó ekki vilja loka á aðra framtíðarmöguleika. Hann segir áhugaverðar hugmyndir vera um miðstöð flutningastarfsemi í landinu fyrir vestan Hafnarfjörð, en að slíkt verði ekki framkvæmt fyrr en eftir um tíu ár í fyrsta lagi „En við þurfum auðvitað að horfa til þess tíma. Icelandair er að vinna rannsóknir núna í Hvassahrauni. Menn hafa velt upp alls konar möguleikum í fjármögnunarleiðum á því að byggja mögulega annan völl og svo framvegis. Ég er opinn fyrir öllum svona pælingum og skoðunum en ég vil eyða óvissunni um Reykjavíkurflugvöll þangað til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Ég tel mjög mikilvægt að við hefjumst þegar handa við að byggja miðstöð fyrir innanlandsflugið þar sem við bjóðum farþegum og starfsfólki upp a´sómasamlega aðstöðu.“Ekki sjálfsagt að opna NA/SV brautina á ný Varðandi málefni NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem oft er nefnd neyðarbrautin, segir hann ekki sjálfsagt að hún sé opnuð á nýjan leik. „Það er að mínu mati ekkert sjálfsagt að við getum opnað neyðarbrautina aftur á þessum stað. Þessi mál þróuðumst með þeim hætti að þetta lenti fyrir dómstólum og Ólof Nordal lét reyna á þetta alla leið og eftir að það lá fyrir, niðurstaða dómstóla í því máli, þá var þessari neyðarbraut eins og hún hefur verið kölluð lokað. Við erum að leita annarra leiða til að tryggja sjúkraflug til og frá þessu svæði.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir það ekki koma til greina að flytja innanlandsflug til Keflavíkur og vill leita lausna í deilunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hann segir það jafnframt ekki sjálfsagt að opna NA/SV braut flugvallarins, sem oft er kölluð neyðarbrautin, á nýjan leik. Jón var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Málið er ekkert flókið í mínum huga. Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs. Almennt er sú skoðun viðurkennd að það sé nauðsynlegt, og meira að segja hefur maður heyrt það frá borgaryfirvöldum, að það sé nauðsynlegt að flugvöllurinn, til að geta sinnt þessu hlutverki, sé hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jón aðspurður um næstu skref í málefnum Reykjavíkurflugvallar. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að byggja flugvöll einhversstaðar annars staðar á þessu svæði. Ég tel það ekki koma til greina að fara með hann til Keflavíkur, svo það sé sagt. Vegna þess að ég tel að miðað við samgönguaðstæður eins og þær eru í dag og það hafa útreikningar sýnt og skýrslur sýnt, það mun draga verulega úr starfsemi innanlandsflugsins. Þannig að mér finnst það ekki koma til greina.“Vill ekki loka á framtíðarmöguleika Jón segist vilja setjast niður með borgaryfirvöldum og fara yfir málefni Reykjavíkurflugvallar. „Þá höfum við bara þessa einföldu mynd fyrir framan okkur. Völlurinn er í Vatnsmýrinni. Hann á að þjóna, sem miðstöð innanlandsflugs í landinu, sem þetta mikilvæga samgöngutæki. Og þar til ákvörðun hefur verið tekin um að flytja hann eitthvað annað þá verður hann þarna. Ég trúi ekki öðru en að ég geti náð að setjast niður með yfirvöldum í borginni og við förum sameiginlega yfir þessa staðreynd málsins.“ Hann segist þó ekki vilja loka á aðra framtíðarmöguleika. Hann segir áhugaverðar hugmyndir vera um miðstöð flutningastarfsemi í landinu fyrir vestan Hafnarfjörð, en að slíkt verði ekki framkvæmt fyrr en eftir um tíu ár í fyrsta lagi „En við þurfum auðvitað að horfa til þess tíma. Icelandair er að vinna rannsóknir núna í Hvassahrauni. Menn hafa velt upp alls konar möguleikum í fjármögnunarleiðum á því að byggja mögulega annan völl og svo framvegis. Ég er opinn fyrir öllum svona pælingum og skoðunum en ég vil eyða óvissunni um Reykjavíkurflugvöll þangað til önnur ákvörðun hefur verið tekin. Ég tel mjög mikilvægt að við hefjumst þegar handa við að byggja miðstöð fyrir innanlandsflugið þar sem við bjóðum farþegum og starfsfólki upp a´sómasamlega aðstöðu.“Ekki sjálfsagt að opna NA/SV brautina á ný Varðandi málefni NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar, sem oft er nefnd neyðarbrautin, segir hann ekki sjálfsagt að hún sé opnuð á nýjan leik. „Það er að mínu mati ekkert sjálfsagt að við getum opnað neyðarbrautina aftur á þessum stað. Þessi mál þróuðumst með þeim hætti að þetta lenti fyrir dómstólum og Ólof Nordal lét reyna á þetta alla leið og eftir að það lá fyrir, niðurstaða dómstóla í því máli, þá var þessari neyðarbraut eins og hún hefur verið kölluð lokað. Við erum að leita annarra leiða til að tryggja sjúkraflug til og frá þessu svæði.“Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55 Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Nýr samgönguráðherra: Engin önnur lausn í stöðunni en að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Jón Gunnarsson segir nauðsynlegt að sátt náist í málefnum Reykjavíkurflugvallar á kjörtímabilinu. 11. janúar 2017 09:55
Borgarstjóri um framtíð Reykjavíkurflugvallar: „Miðað við stjórnarsáttmálann erum við býsna samstíga“ Borgarstjóri segist telja að málið sé á borði innanríkisráðuneytisins. 12. janúar 2017 16:35