Hinir grunuðu hafa verið bendlaðir við hryðjuverkasamtök nýnasista en annar þeirra hafði jafnframt búið til heimatilbúna sprengju með mynd af hakakrossinum. Mennirnir eru 18 og 24 ára gamlir og þýskir að uppruna.

Tvíeykið var fyrst handtekið í desember en mennirnir voru grunaðir um áform um hryðjuverk. Þeim var hins vegar sleppt.
Nú hefur rannsóknarlögreglan hafið rannsókn á því hvort mennirnir kunni að tengjast samtökunum OSS en þau eru róttæk öfga-hægrisamtök sem hafa meðal annars skipulagt hryðjuverk á flóttamannabúðir og moskur.