Íslenska leyndarmálinu uppljóstrað: „Hefðum aldrei fengið silfur á ÓL án Bogdan og Boris“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. janúar 2017 19:45 Bogdan Kowalczyk í viðtali við Guðjón Guðmundsson, fyrrverandi samstarfsmann sinn. vísir/pjetur Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Íslenskir þjálfarar hafa verið mjög áberandi í handboltaheiminum undanfarin ár. Alfreð Gíslason er búinn að leika sér að þýsku deildinni með Kiel, Erlingur Richardsson gerði Füchse Berlín tvívegis að heimsmeistara félagsliða og svo eru það landsliðsþjálfararnir. Á síðasta ári gerði Dagur Sigurðsson ungt og meiðslum hrjáð lið Þýskalands að Evrópumeistara og vann brons á Ólympíuleikunum. Guðmundur Guðmundsson, sem vann silfur með Íslandi á ÓL 2008, gerði Dani að Ólympíumeisturum í fyrra. Nú er ný stjarna að láta ljós sitt skína. Kristján Andrésson er fyrsti Íslendingurinn sem stýrir landsliði Svía en hann á enn eftir að tapa leik með Svíana. Hann fær erfitt verkefni í kvöld þegar Svíar mæta Ólympíumeisturum Danmerkur í stórleik D-riðils. Sænska blaðið Aftonbladet leitaði að leyndarmálinu á bakvið þessa þjálfara og velgengni íslenska handboltalandsliðsins undanfarna áratugi. Blaðamaður þess ferðaðist til Reykjavíkur og hitti þar Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamann og handboltasérfræðing, og Rússann Boris Bjarna Akbachev sem þjálfaði gullkynslóð Vals með Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson á sínum tíma.Bogdan á æfingu með Víkingi.Ljósmyndasafn Reykjavíkur/sveinn þormóðssonLeikmenn urðu þjálfarar Guðjón var aðstoðarmaður Pólverjans Bogdan Kowalczyk hjá íslenska landsliðinu en Bogdan gerði Víking að stórliði í Evrópu og margföldum Íslands- og bikarmeisturum áður en hann tók við íslenska liðinu. Það eru allir sammála um það að Bogdan breytti landslaginu í íslenskum handbolta. „Hann kom með nýjungar inn í íslenskan handbolta. Við æfðum miklu meira og sóknin var skipulagðari. Allt liðið vissi hvað það átti að gera. Svona hafði aldrei verið spilað á Íslandi áður,“ segir Guðjón, en Bogdan var þjálfari Íslands þegar það vann B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Tveir leikmenn þess liðs; Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson, eru í dag á meðal bestu þjálfara heims en fleiri leikmenn eins og Kristján Arason og Júlíus Jónasson áttu eftir að spreyta sig í þjálfun með góðum árangri. Dagur Sigurðsson er svo af Boris-skólanum og því óhætt að segja að þessir tveir menn frá austurblokkinni gerðu mikið fyrir íslenskan handbolta. „Þrátt fyrir að vinna aldrei saman höfðu þessir tveir menn mikil áhrif á íslenskan handbolta. Það var bylting að fá þá hingað og þeir eru lykillinn að öllu sem fylgdi í kjölfarið. Við hefðum aldrei fengið silfur á ÓL 2008 án Bogdan og Boris,“ segir Guðjón Guðmundsson.Alla greinina á sænsku má lesa hér.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir „Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00 Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Þjálfarateymið þarf að slá hnefanum í borðið, hingað og ekki lengra!“ Það hefur verið smá pirringur í þjálfara íslenska landsliðsins og leikmönnum á HM vegna úrslitanna til þessa og Gaupi er ánægður með það. 16. janúar 2017 17:00
Geir veit hver vandamál Íslands eru: „Nú þurfum við að vinna í þeim“ Íslenska landsliðið í handbolta hefur ekki byrjað verr á stórmóti í þrettán ár en það er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki. 16. janúar 2017 19:00