Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2017 02:00 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hafa unnið vel úr spilum sínum og fá sín stóru mál inn í stjórnarsáttmálann Vísir/Stefán Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar um öll þau stóru mál sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir nú aðeins eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála og að það þyrfti ekki að taka meira en tvær vikur. „Við höfum komist yfir stærstu þröskuldana. Núna munum við nota næstu daga í að skrifa stjórnarsáttmála. Það í sjálfu sér þarf ekkert að taka neitt rosalega langan tíma en við erum ekkert að flýta okkur að neinu,“ segir Benedikt. „Við ákváðum að taka okkur frí á nýársdag en munum hefjast handa strax í byrjun vikunnar.“ Viðræður flokkanna þriggja hafa tekið nokkuð langan tíma frá því að upp úr slitnaði í viðræðum fimm flokka á vinstri vængnum undir forystu Birgittu Jónsdóttur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð forseta rétt fyrir áramót til að mynda ríkisstjórn enda höfðu samningaviðræður flokkanna þokast í rétta átt yfir hátíðirnar.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, gengur til veislu að Bessastöðum á nýársdag. Fréttablaðið/HannaSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun þjóðaratkvæðagreiðsla verða haldin á kjörtímabilinu um hvort hefja eigi að nýju viðræður við ESB. Líkt og í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og VG árið 2009 verður ákvæði í stjórnarsáttmála um að skoðanir flokkanna sem mynda ríkisstjórn séu mismunandi, að þeir virði skoðanir hver annars og að ríkisstjórnarflokkunum verði í sjálfsvald sett hvernig þeir greiði atkvæði um þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi ESB á kjörtímabilinu.Óttarr Proppé, formaður BF, ásamt S. Birni Blöndal, borgarfulltrúa, ganga til nýársmóttöku á Bessastöðum Fréttablaðið/HannaÍ sjávarútvegsmálum mun hlutfall af aflaheimildum verða boðið upp árlega til að tryggja að markaðsverð fáist fyrir aflaheimildirnar. Þannig mun markaðurinn ákveða hvað samfélagið geti fengið fyrir aflaheimildir á markaði. Varðandi landbúnaðarmál verða tollar lækkaðir á bæði kjúklinga- og svínakjöt og tollar á osta og aðrar landbúnaðarafurðir verða lækkaðir í áföngum á næsta kjörtímabili samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einnig verður endurskoðun búvörusamninga tekin föstum tökum. Þá hefur náðst samkomulag milli flokkanna þriggja um að undanþágur Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum verði afnumdar.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira