Sara Björk á meðal 50 bestu fótboltakvenna heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. janúar 2017 08:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er enn í Meistaradeildinni með Wolfsburg. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015. EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er í 46. sæti á lista The Offside Rule (We get it!)-hlaðvarpsins yfir 100 bestu fótboltakonur heims árið 2016. Þrjátíu sérfræðingar (leikmenn, þjálfarar, fréttamenn, fyrrverandi leikmenn og fleiri) voru fengnir til að kveða upp sinn dóm og úr varð 100 kvenna listi sem birtur var í desember á heimasíðu þessa gríðarlega vinsæla hlaðvarpsþáttar. Sara Björk, sem leikur með stórliðinu Wolfsburg í Þýskalandi, er eini Íslendingurinn á listanum en hún fékk 254 stig í kjörinu. Ein af þeim 30 sem kaus er Ana Cate, landsliðskona Níkaragva, en hún leikur með Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna. „Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í íslenska landsliðinu og var fengin til Wolfsburg í Þýskalandi eftir að spila vel með Rosengård í Svíþjóð. Þar sem Wolfsburg er enn í Meistaradeildinni gæti árið 2017 líka orðið mjög gott hjá Gunnarsdóttur og við gætum séð mun meira af henni,“ segir í umsögn um miðjukonuna mögnuðu úr Hafnarfirðinum. Sara Björk, sem verður 27 ára á árinu er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu en það verður á EM 2017 í Hollandi í sumar. Þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gömul á Sara Björk aðeins tvo leiki í hundrað en hún er búin að spila 98 landsleiki fyrir Ísland, þann fyrsta aðeins 16 ára gömul árið 2007. Ada Hegerberg frá Noregi er besta fótboltakona heims samkvæmt úttekt The Offside Rule en hin brasilíska Marta, fyrrverandi samherji Söru Bjarkar hjá Rosengård, er í öðru sæti og Melanie Behringer frá Þýskalandi er sú þriðja besta í heimi. The Offsie Rule-hlaðvarpið er eingöngu rekið af konum en þrjár af fremstu íþróttafréttakonum Bretlands; Linsey Hooper (BBC), Haylay McQueen (Sky Sports) og Kait Borsay, stofnuðu það og sjá um þáttinn. Hlaðvarpið fékk verðlaun sem það besta í boltanum á Football Blogging Awards árið 2015.
EM 2017 í Hollandi Fréttir ársins 2016 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Sjá meira