Trump hótar General Motors í tísti Finnur Thorlacius skrifar 3. janúar 2017 15:59 Chevrolet Cruze. Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafði Donald Trump lýst yfir þeim ásetningi sínum að hann myndi setja háan toll á þá bílaframleiðendur sem flyttu bílaframleiðslu sína frá Bandaríkjunum til Mexíkó. General Motors hefur flutt lítinn hluta framleiðslu Chevrolet Cruze bílsins einmitt til Mexíkó og ekki stendur á viðbrögðunum frá Donald Trump. Í tweet skilaboðum sem hann sendi í morgun fólust skýr skilaboð til GM þar sem hann hótaði þeim hárri skattlagningu ef til stæði að flytja þessa bíla inn til Bandaríkjanna. General Motors brást hratt við skilboðum Trump og sagði að megnið af Chevrolet Cruze bílum sem seldir væru í Bandaríkjunum væru framleiddir í verksmiðju Chevrolet í Ohio, eða 171.552 bílar á fyrstu 11 mánuðunum í fyrra. Hinsvegar væri framleidd hatchback útgáfan af Cruze í Mexíkó og að 5.000 þeirra hefðu verið seldir í Bandaríkjunum í fyrra. Þar væri þó aðeins um að ræða 2,9% allra seldra Cruze bíla vestanhafs það árið. Því væri því kannski ekki mikil ástæða til að kvarta undan framleiðslu Chevrolet á Cruze bílnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent