Fann húðflúr sitt til sölu í netverslun: „Má þetta bara?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. janúar 2017 19:34 Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á netverslun. Vísir/Skjáskot Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“ Húðflúr Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira
Eydísi Ósk Hilmardóttur brá heldur betur í brún fyrr í dag þegar hún uppgötvaði að húðflúrshönnun sem hún ber á líkama sínum er til sölu á ýmsum varningi á vefversluninni Zazzle. Eydís segist hafa ætlað að sýna vinnufélaga sínum mynd af flúrinu og hafi leitað af hönnuninni í gegnum leitarvélina Google í stað þess að lyfta bolnum sínum. Þá hafi hún séð sams konar mynd á hinum ýmsa varningi. „Þá sé ég sömu mynd. Hún er ekki alveg nákvæmlega sú sama en samt er þetta mitt. Ég fer að skoða þetta betur og þá er þetta komið á stílabækur, pennaveski og hátalara og verð að selja þetta á fúlgur fjár. Mitt tattú sem ég bjó til,“ segir Eydís í samtali við Vísi.Hannaði flúrið með listamanninum Eydís fékk sér flúrið í nóvember 2013 og var það Gunnar Valdimarsson, oft betur þekktur sem Gunnar V, sem flúraði Eydísi. Hún segist hafa haft samband við Gunnar í dag vegna málsins en ekki fengið nein svör enn. Hún segir þau Gunnar hafa hannað flúrið í sameiningu. „Ég var búin að ákveða að fá mér demant og var mjög hrifin af svokölluðum trash polka stíl. Ég sagði honum að ég vildi fá trash polka í kring í staðinn fyrir skugga. Við búum þetta til saman og síðan setur hann þetta á mig. Þetta er fyrsti demanturinn í þessum stíl, ég tékkaði á því 2013,“ segir Eydís og bendir á að slái maður inn leitarorðin „trash polka diamond“ í leitarvélina Google komi fyrst upp mynd af flúrinu hennar. Jafnframt sendi hún skilaboð á umsjónarmenn Zazzle. „Ég er ekki búin að heyra frá neinum en mér finnst þetta bara ekkert í lagi, að þau breyti þessu um tvö prósent og þá sé þetta þeirra eigin hönnun. Þau eru að selja hátalara með myndinni minni á 34 pund.“ Eydís segist ekki vera viss um hvort hún hyggist leita réttar síns vegna málsins. „Íslenskir ríkisborgarar hafa engan rétt á einu eða neinu. Þú getur kært eins og þú vilt en þá ertu bara ða láta fólk taka peninga af þér. Þú færð ekki neitt ef þú ert íslendingur. Jú, ef þú missir putta þá færðu nokkrar milljónir en það er það eina. Ég veit ekki hvort ég eigi að fara í þetta. Mig langar ekki að fara að gera eitthvað fyrir ekki neitt.“
Húðflúr Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Sjá meira