Ljósmyndastúdíói breytt í íbúð í 101 Svana Lovísa Kristjánsdóttir skrifar 4. janúar 2017 20:00 Magnús Berg Magnússon og Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir. Myndir/Anton Brink Í bakhúsi við Hverfisgötu 18a á móti Þjóðleikhúsinu sjálfu er að finna eina glæsilegustu húsgagnaverslun landsins, Norr11, sem hjónin Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og Magnús Berg Magnússon reka við góðan orðstír. Það sem færri vita er að þau Júlíana Sól og Magnús hafa útbúið einstakt heimili á þriðju hæð húsnæðisins þar sem áður var ljósmyndastúdíó. Parið tók rýmið í gegn og býr þar núna ásamt syni sínum Sigurbirni Skugga og hundinum Hnetu í einni fallegustu íbúð landsins. Þau Júlíana og Magnús opnuðu íslenskt útibú dönsku húsgagnaverslunarinnar Norr11 árið 2014 eftir að hafa dvalið í nokkur ár í New York. Áður en parið flutti inn var hér ekkert sem kalla mætti heimili. Sjö mánuðum síðar, sem liðu þó eins og sjö ár að þeirra sögn, var búið að rífa út allt sem hægt var og útbúa hlýlegt og glæsilegt heimili. Risavaxin persnesk motta sem og stærðarinnar ljósið Dear Ingo eftir Ron Gilad setja sinn svip á heimilið sem halda mætti að væri loftíbúð staðsett í stórborginni sjálfri New York, nema með útsýni yfir Þjóðleikhús Íslands og Gamla bíó. Þau Júlíana og Magnús hafa þó ekki enn lokið ævintýri sínu í útlöndum og stefna á að flytja fjölskylduna til Berlínar eftir áramót þar sem þau munu starfa í höfuðstöðvum Norr11 en munu áfram eiga verslunina á Íslandi sem þau ætla að skilja eftir í góðum höndum.Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér, Júlíana. Ég heiti Júlíana Sól, en er oftast kölluð Sól. Ég er fædd og uppalin í miðbæ Reykjavíkur og lærði í New York í Parsons School of Design. Núna snýst lífið mitt meira og minna um húsgögn og son minn Skugga, en Norr11 lukkudýrið hún Hneta er líka í miklu aðalhlutverki. Rýmið er opið og bjart þar sem hver hlutur fær að njóta sín.Hvernig er að búa í sama húsnæði og vinnan er í? Það er mjög þægilegt. Það er að minnsta kosti stutt að fara! Þegar maður á fyrirtæki er maður alltaf með hugann við það og því er hentugt að geta alltaf skotist niður þegar þarf að sinna einhverju aðkallandi. Svo er þetta líka þægilegt upp á fjölskyldulífið að geta skotist upp í íbúð og hjálpast að með son okkar.Fenguð þið aðstoð innanhússhönnuðar við breytingarnar? Já, mamma er innanhússhönnuður og teiknaði allt upp fyrir okkur. Við komum með hugmyndirnar en hún gerði allar hugmyndir betri.Er eitthvað sem þið hefðuð gert öðruvísi eftir á að hyggja? Já, við hefðum viljað klára allt áður en við fluttum inn, því annars klárar maður aldrei. Við gáfum okkur frí frá framkvæmdum eftir að við fluttum inn og höfum því ekki alveg klárað allt. Við fluttum inn 23. desember og áttum von á fjölskyldunni í mat á aðfangadag svo það hefði ekki mátt vera seinna.Falleg litasamsetning á heimilinu.Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimilið þitt? Það þarf að vera jafnvægi á milli fagurfræði og notagildis. Svo finnst mér mikilvægt að gera heimilið persónulegt og ekki eltast bara við það sem er í gangi hverju sinni Hvar verslar þú helst fyrir heimilið? Í engum sérstökum búðum, en mér finnst mjög gaman að kaupa borðbúnað og kerti. Í dag er auðvitað uppistaðan í húsgögnum okkar frá Norr11 en uppáhaldshúsgagnabúðin mín er ABC carpet and home í New York. Ég gæti tjillað þar í marga, marga daga.Safnið þið einhverju? Já, við söfnum listaverkum.Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu? Þetta er bara okkar stíll sem er kannski svolítið innblásinn af New York. Mér finnst gaman að horfa á hvert rými sem ramma og svo mynda fallega heild.Deilið þið Magnús sama smekk þegar kemur að heimilinu? Já, ég myndi segja það. Munurinn er helst sá að Maggi vill hafa allt í symmetríu og beint en ég vil hafa allt ósymmetrískt en annars er stíllinn okkar svipaður.Hvað er það besta við heimilið? Það er útsýnið, hér má sjá fólk á hverju kvöldi á leið í Þjóðleikhúsið og síðan er svo mikið líf hér í kring. Við bjuggum í eitt ár í 40 fermetra kjallara meðan á framkvæmdum stóð svo þetta er mikill munur að fá útsýnið. Hér situr sonur okkur við gluggann og vinkar öllum fyrir neðan og á meðan situr hundurinn hjá honum.Svefnherbergið málað í fallegum lit.Hvernig er að búa svona miðsvæðis og það á bak við bar? Það er mjög líflegt. Það eru oft mikil læti um helgar en við erum strax orðin vön því. Maður fylgist oft með síðasta fólkinu rúlla heim af Bar 11 þegar maður vaknar. Okkur finnst fínt að hafa smá líf í kring um okkur.Hvernig kom Norr11 ævintýrið til? Við vorum að leita okkur að tækifæri þar sem við gætum unnið saman, við Maggi, og komum auga á Norr11. Við ætluðum upphaflega að opna í New York en fyrir svona ungt merki eins og Norr11 var það of snemmt þannig að við ákváðum bara að koma heim og opna hér. Það hentaði vel því við áttum þá von á barni og kominn tími á að koma aðeins heim.Hverjir eru ykkar helstu viðskiptavinir? Við höfum svo gaman af því hvað viðskiptavinir okkar eru mismunandi. Viðskiptavinir okkar er fólk á öllum aldri með mjög mismunandi stíl. Svo eigum við líka í góðu sambandi við arkitekta sem kaupa inn fyrir stærri verkefni eins og hótel og veitingastaði.Eru Íslendingar mjög áhugasamir um heimili og hönnun að ykkar mati? Já, og áhuginn fer mjög vaxandi. Það eru allir að huga að heimilinu á einhvern hátt og vilja hafa fallegt í kring um sig. Hönnunarvörur eru líka miklu aðgengilegri í dag og fólk er meðvitaðra um hönnun með tilkomu Instagram og Pinterest til dæmis.Sól og Maggi.Falleg list prýðir veggi heimilisins.Innlitið birtist fyrst í nóvemblaði Glamour - umsjón Svana Lovísa Kristjánsdóttir og myndir eftir Anton Brink. Tryggðu þér áskrift hér. Glamour Heimili Mest lesið Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Glæsilegt galaboð DiCaprio Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour
Í bakhúsi við Hverfisgötu 18a á móti Þjóðleikhúsinu sjálfu er að finna eina glæsilegustu húsgagnaverslun landsins, Norr11, sem hjónin Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir og Magnús Berg Magnússon reka við góðan orðstír. Það sem færri vita er að þau Júlíana Sól og Magnús hafa útbúið einstakt heimili á þriðju hæð húsnæðisins þar sem áður var ljósmyndastúdíó. Parið tók rýmið í gegn og býr þar núna ásamt syni sínum Sigurbirni Skugga og hundinum Hnetu í einni fallegustu íbúð landsins. Þau Júlíana og Magnús opnuðu íslenskt útibú dönsku húsgagnaverslunarinnar Norr11 árið 2014 eftir að hafa dvalið í nokkur ár í New York. Áður en parið flutti inn var hér ekkert sem kalla mætti heimili. Sjö mánuðum síðar, sem liðu þó eins og sjö ár að þeirra sögn, var búið að rífa út allt sem hægt var og útbúa hlýlegt og glæsilegt heimili. Risavaxin persnesk motta sem og stærðarinnar ljósið Dear Ingo eftir Ron Gilad setja sinn svip á heimilið sem halda mætti að væri loftíbúð staðsett í stórborginni sjálfri New York, nema með útsýni yfir Þjóðleikhús Íslands og Gamla bíó. Þau Júlíana og Magnús hafa þó ekki enn lokið ævintýri sínu í útlöndum og stefna á að flytja fjölskylduna til Berlínar eftir áramót þar sem þau munu starfa í höfuðstöðvum Norr11 en munu áfram eiga verslunina á Íslandi sem þau ætla að skilja eftir í góðum höndum.Segðu okkur aðeins frá sjálfri þér, Júlíana. Ég heiti Júlíana Sól, en er oftast kölluð Sól. Ég er fædd og uppalin í miðbæ Reykjavíkur og lærði í New York í Parsons School of Design. Núna snýst lífið mitt meira og minna um húsgögn og son minn Skugga, en Norr11 lukkudýrið hún Hneta er líka í miklu aðalhlutverki. Rýmið er opið og bjart þar sem hver hlutur fær að njóta sín.Hvernig er að búa í sama húsnæði og vinnan er í? Það er mjög þægilegt. Það er að minnsta kosti stutt að fara! Þegar maður á fyrirtæki er maður alltaf með hugann við það og því er hentugt að geta alltaf skotist niður þegar þarf að sinna einhverju aðkallandi. Svo er þetta líka þægilegt upp á fjölskyldulífið að geta skotist upp í íbúð og hjálpast að með son okkar.Fenguð þið aðstoð innanhússhönnuðar við breytingarnar? Já, mamma er innanhússhönnuður og teiknaði allt upp fyrir okkur. Við komum með hugmyndirnar en hún gerði allar hugmyndir betri.Er eitthvað sem þið hefðuð gert öðruvísi eftir á að hyggja? Já, við hefðum viljað klára allt áður en við fluttum inn, því annars klárar maður aldrei. Við gáfum okkur frí frá framkvæmdum eftir að við fluttum inn og höfum því ekki alveg klárað allt. Við fluttum inn 23. desember og áttum von á fjölskyldunni í mat á aðfangadag svo það hefði ekki mátt vera seinna.Falleg litasamsetning á heimilinu.Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimilið þitt? Það þarf að vera jafnvægi á milli fagurfræði og notagildis. Svo finnst mér mikilvægt að gera heimilið persónulegt og ekki eltast bara við það sem er í gangi hverju sinni Hvar verslar þú helst fyrir heimilið? Í engum sérstökum búðum, en mér finnst mjög gaman að kaupa borðbúnað og kerti. Í dag er auðvitað uppistaðan í húsgögnum okkar frá Norr11 en uppáhaldshúsgagnabúðin mín er ABC carpet and home í New York. Ég gæti tjillað þar í marga, marga daga.Safnið þið einhverju? Já, við söfnum listaverkum.Hvernig myndir þú lýsa stílnum á heimilinu? Þetta er bara okkar stíll sem er kannski svolítið innblásinn af New York. Mér finnst gaman að horfa á hvert rými sem ramma og svo mynda fallega heild.Deilið þið Magnús sama smekk þegar kemur að heimilinu? Já, ég myndi segja það. Munurinn er helst sá að Maggi vill hafa allt í symmetríu og beint en ég vil hafa allt ósymmetrískt en annars er stíllinn okkar svipaður.Hvað er það besta við heimilið? Það er útsýnið, hér má sjá fólk á hverju kvöldi á leið í Þjóðleikhúsið og síðan er svo mikið líf hér í kring. Við bjuggum í eitt ár í 40 fermetra kjallara meðan á framkvæmdum stóð svo þetta er mikill munur að fá útsýnið. Hér situr sonur okkur við gluggann og vinkar öllum fyrir neðan og á meðan situr hundurinn hjá honum.Svefnherbergið málað í fallegum lit.Hvernig er að búa svona miðsvæðis og það á bak við bar? Það er mjög líflegt. Það eru oft mikil læti um helgar en við erum strax orðin vön því. Maður fylgist oft með síðasta fólkinu rúlla heim af Bar 11 þegar maður vaknar. Okkur finnst fínt að hafa smá líf í kring um okkur.Hvernig kom Norr11 ævintýrið til? Við vorum að leita okkur að tækifæri þar sem við gætum unnið saman, við Maggi, og komum auga á Norr11. Við ætluðum upphaflega að opna í New York en fyrir svona ungt merki eins og Norr11 var það of snemmt þannig að við ákváðum bara að koma heim og opna hér. Það hentaði vel því við áttum þá von á barni og kominn tími á að koma aðeins heim.Hverjir eru ykkar helstu viðskiptavinir? Við höfum svo gaman af því hvað viðskiptavinir okkar eru mismunandi. Viðskiptavinir okkar er fólk á öllum aldri með mjög mismunandi stíl. Svo eigum við líka í góðu sambandi við arkitekta sem kaupa inn fyrir stærri verkefni eins og hótel og veitingastaði.Eru Íslendingar mjög áhugasamir um heimili og hönnun að ykkar mati? Já, og áhuginn fer mjög vaxandi. Það eru allir að huga að heimilinu á einhvern hátt og vilja hafa fallegt í kring um sig. Hönnunarvörur eru líka miklu aðgengilegri í dag og fólk er meðvitaðra um hönnun með tilkomu Instagram og Pinterest til dæmis.Sól og Maggi.Falleg list prýðir veggi heimilisins.Innlitið birtist fyrst í nóvemblaði Glamour - umsjón Svana Lovísa Kristjánsdóttir og myndir eftir Anton Brink. Tryggðu þér áskrift hér.
Glamour Heimili Mest lesið Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Glamour Tískuvikan í New York: Skreytingar Givenchy Glamour Óþekkjanleg Blake Lively Glamour Mest fjarlægðu flúrin Glamour Glæsilegt galaboð DiCaprio Glamour Opnunarhóf, tískuvaka og nýjar fatalínur Glamour Paris Hilton í hlutverk Kim Kardashian Glamour Laverne Cox fékk óvænta gjöf frá Beyoncé Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour