Viðskipti erlent

Facebook textar myndbönd

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þessi snjallsímaeigandi er með átta tilkynningar á Facebook.
Þessi snjallsímaeigandi er með átta tilkynningar á Facebook. vísir/afp
Facebook býður nú notendum upp á að texta myndbönd sem þeir hlaða upp á síðuna. Fram til þessa hefur það ekki verið hægt nema notandinn hafi gert það áður en myndbandinu var hlaðið upp.

Enn sem komið er stendur bandarískum like-síðum möguleikinn til boða en von er á því að allir notendur Facebook geti textað myndbönd sín á næstunni.

Annars vegar er hægt að hengja svokallaða SRT-skrá við myndbandið. Slíkar skrár eru notaðar til þess að texta myndbönd. Þá verður einnig hægt að reiða sig á sjálfvirkt textunarforrit Facebook en ekki er víst hversu áreiðanlegt það er.

Eins og notendur Facebook vita spilast myndbönd á síðunni sjálfkrafa þegar þau rata á skjáinn og án hljóðs. Með tilkomu texta mun notandinn ekki þurfa að kveikja á hljóðinu til þess að vita hvað er í gangi í myndböndunum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×