Stjórnarsáttmálinn að taka á sig mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 10:55 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar segir sé að taka á sig mynd. Hann ræddi stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna í Bítinu í morgun en flokkarnir funda í þinghúsinu núna klukkan 11. „Það er verið að fara yfir málefnin. Það hefur nú komið fram margoft að við erum búin að fara yfir þetta aftur og aftur, þessir sömu flokkar, og nú erum við loksins komin að því að fara að færa svolítið á blað þannig að þetta er að taka á sig mynd. [...] Hvað eigum við að kalla það? Stjórnarsáttmála,“ sagði Benedikt. Aðspurður sagði Benedikt að skipting ráðuneyta á milli flokkanna væri ekki frágengin þó hún hafi vissulega verið rædd en Vísir greindi frá því í gær að Sjálfstæðisflokkurinn myndi fá fimm ráðherra í ríkisstjórninni auk forseta þingsins, þá fengi Viðreisn þrjá ráðherra og Björt framtíð tvo. Í Fréttablaðinu í dag var síðan sagt frá því að Benedikt vilji setjast í stól fjármálaráðherra. Benedikt sagði að það væri talsvert eftir sem leggja þarf lokahönd á en það væru ekki endilega málefni þar sem væru miklar deilur á milli flokkanna. Þá sagði hann að honum dytti ekki í hug neitt sérstakt mál sem gæti orðið til þess að viðræðurnar færu út um þúfur. Spurður að því hvort þetta væri þar af leiðandi ekki spurning um hvort heldur hvenær flokkarnir mynda ríkisstjórn sagði Benedikt: „Þetta er ekki búið fyrr en það er alveg búið en þetta hefur verið að færast nær og nær og þokast alltaf áfram. Ég er ánægður með það því auðvitað vill maður að þetta klárist.“ Þá sagði Benedikt að á fundi flokkanna í dag yrði haldið áfram að fara yfir það sem væri komið á blað og kannski yrði einhverju bætt við. En næst að klára viðræðurnar fyrir helgi? „Ég er ekki viss og mér finnst það eiginlega ekki skipta öllu máli heldur aðallega það að þetta færist í rétta átt og klárist og við getum síðan farið að gera góð verk fyrir þjóðina.“Hlusta má á viðtalið við Benedikt í spilaranum hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21 Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00 Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Helmingur ráðherra og forseti þingsins úr Sjálfstæðisflokki Skipting ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verður á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Þá mun Sjálfstæðisflokkurinn einnig fá forseta þingsins en þetta herma heimildir Vísis. 4. janúar 2017 12:21
Benedikt vill í fjármálaráðuneytið Ráðherrum í nýrri ríkisstjórn verður ekki fjölgað en Sjálfstæðisflokkurinn mun taka helming embættanna. Viðreisn og Björt framtíð skipta hinum á milli sín. Enn unnið að því að klára viðræðurnar í vikulokin. 5. janúar 2017 06:00
Ekki búið að raða í ráðherrastóla Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir viðræður um myndun ríkisstjórnar ganga ágætlega. 4. janúar 2017 22:22