Aldrei fleiri ferðamenn komið til Íslands: Spyr hvort fjölgunin sé heppileg vegna álags á náttúruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2017 12:03 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er framkvæmdastjóri Landverndar. vísir Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Tæplega 1,8 milljónir erlendra ferðamanna komu um Leifsstöð á nýliðnu ári eða rúmlega 40 prósent fleiri en árið 2015. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu en fjölgunin er langt umfram spár. Framkvæmdastjóri Landverndar hefur áhyggjur af þessari miklu fjölgun og spyr sig hvort hún sé heppileg til lengri tíma litið. Gera má ráð fyrir því að tölurnar nái til meira en 98 prósent ferðamanna sem hingað komu í fyrra en ekki eru taldir með þeir sem komu um aðra flugvelli en Leifsstöð og farþegar Norrænu. Þá eru farþegar skemmtiferðaskipa skilgreindir sem dagsferðamenn og eru því ekki inni í tölunum. Hins vegar ná talningar Ferðamálastofu yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð svo inni í tölunum eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hérlendis.Telur að heildarsýn skorti hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu Mikið hefur verið rætt um aðgangstakmarkanir að náttúruperlum landsins vegna þessa mikla fjölda ferðamanna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir samtökin hafa vaxandi áhyggjur af fjölgun ferðamanna vegna aukins álags á náttúruna. Þá skorti heildarsýn hjá stjórnvöldum þegar kemur að aðgangsstýringu. „Það er reyndar margt gott sem kemur fram í stefnumótun hins opinbera í hinum svokallaða Vegvísi en að framfylgja því þykir okkur ganga og gerast alltof hægt. Við vitum að það er of mikið álag nú þegar á ýmsar náttúruperlur, það vantar fjármagn í að byggja upp innviðina þar til að vernda náttúruna en líka í fagþekkinguna við uppbygginguna. Þannig að allir innviðir, hvort sem það eru pallar eða klósetthús eða hvaða nafni það nefnist að það falli vel að náttúrunni,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Þá telur Landvernd að það eigi alvarlega að skoða það hvort takmarka þurfi aðgang að ákveðnum náttúruperlum þar sem þær tapa stundum eitthvað af sjarma sínum með uppbyggingu innviða. Þetta þurfi að kortleggja og segir Guðmundur að inn á þetta sé komið í Vegvísinum en hann viti ekki til þess að stjórnvöld hafi ráðist í þessa vinnu.Passa þurfi upp á að inniviðir séu ekki ofan í náttúruperlum Aðspurður hvort að Landvernd vilji sjá ákveðnar leiðir farnar varðandi aðgangsstýringu segir Guðmundur: „Það má líta til ýmissa fyrirmynda erlendis varðandi aðgangsstýringuna. Við getum nefnt til dæmis bara á Nýja-Sjálandi eða í Machu Picchu í Perú þar sem er bara ákveðinn fjöldi sem fær að fara inn á hverjum tíma. Þetta þarfnast yfirlegu í heild sinni og hvar þetta ætti að eiga við út frá því hversu viðkvæmar og verðmætar náttúruperlurnar eru.“ Guðmundur segir að ljóst að ekki sé verið að fara að ráðast í aðgangsstýringu á þeim náttúruperlum sem eru við hringveginn, að minnsta kosti ekki að svo komnu máli, heldur á viðkvæmari svæðum, til að mynda uppi á hálendi. „Svo þurfum við líka að huga að því að innviðir ferðaþjónustu, eins og til dæmis gisting, hótel og annað slíkt, að hún verði ekki ofan í náttúruperlum, ef svo má að orði komast, heldur verði í jaðrinum og hafi þannig ekki of mikil áhrif inni á náttúruverndarsvæðunum sjálfum,“ segir Guðmundur. Þá spyr hann hvort að þessi gríðarlega mikla fjölgun ferðamanna hér á landi seinustu ár sé endilega heppileg. „Bæði efnahagslega og hvað varðar álag á náttúruna, og þá erum við sérstaklega að velta fyrir okkur hinu síðarnefnda. Þarf að hægja á þessari fjölgun? Kannski hjálpar það okkur að Keflavíkurflugvöllur á næstu tveimur til þremur árum getur ekki tekið meira við en þetta eru þessi stefnumótandi atriði sem ný ríkisstjórn verður að huga að. Gengur þessi mikla fjölgun upp til lengdar og hvernig á að takast á við hana?“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Fjölgun kallar á stýringu ferðamanna Líkja má helstu ferðamannastöðum Íslands við leikhús – ef ferðamenn eiga að njóta sýningarinnar verður að takmarka aðgengi að henni. Þeir sem ekki "fá miða“ verða að koma seinna enda sé uppselt. 6. janúar 2017 07:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent