Íslenski boltinn

Málfríður Erna skoraði í endurkomunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Málfríður Erna Sigurðardóttir.
Málfríður Erna Sigurðardóttir. Vísir/Vilhelm
Málfríður Erna Sigurðardóttir lék í dag sinn fyrsta opinbera leik með Val eftir að hún snéri aftur á Hlíðarenda eftir tvö sigursæl ár hjá Blikum.

Málfríður Erna hélt upp á endurkomuna með því að skora fjórða og síðasta mark Valsliðsins í 4-0 sigri á Fylki í fyrsta leik liðanna í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu.

Málfríður Erna var lykilmaður í bestu vörn Pepsi-deildar kvenna undanfarin tvö tímabil og vann titil bæði tímabilin sín eð Blikum.

Hin sautján ára gamla Eva María Jónsdóttir kom Val í 1-0 eftir aðeins sex mínútna leik og Hlíf Hauksdóttir kom Val í 2-0 fyrir hálfleik.

Thelma Björk Einarsdóttir  skoraði þriðja markið á 53. mínútu og Málfríður Erna Sigurðardóttir innsiglaði síðan sigurinn á 73. mínútu leiksins.

Þetta var líka fyrsti opinberi leikur Valsliðsins undir stjórn  Úlfs Blandon og hann byrjar því mjög vel með Valsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×