La La Land fékk sjö verðlaun og sló met sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 08:04 Hópurinn á bakvið La La Land. vísir/epa Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Hersir og Rósa greina frá kyninu Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Lífið Komdu með í ævintýri til Ítalíu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira