La La Land fékk sjö verðlaun og sló met sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. janúar 2017 08:04 Hópurinn á bakvið La La Land. vísir/epa Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017 Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Söngleikjamyndin La La Land kom sá og sigraði á Golden Globes hátíðinni sem fram fór í nótt. Hún hlaut alls sjö verðlaun en engin önnur kvikmynd hefur unnið til eins margra verðlauna á hátíðinni. Kvikmyndin stóð uppi sem sigurvegari í öllum þeim flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún var valin besta söngleikja- eða gamanmyndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, handrit, tónlist og lag í kvikmynd. Þá unnu aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling í flokki leikara. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur fyrir bestu tónlistina, í kvikmyndinni Arrival, en laut líkt og aðrir lægra haldi fyrir La La Land, en það var Justin Hurwitz sem stóð uppi sem sigurvegari í þeim flokki. Moonlight var valin besta dramamyndin og besti aðalleikarinn í þeim flokki var Casey Affleck fyrir hlutverk sitt í myndinni Manchester By The Sea. Franska leikkonan Isabelle Huppert var valin besta aðalleikkonan í þeim sama flokki fyrir leik sinn í Elle, sem var valin besta erlenda kvikmyndin. The Crown var valin besta dramasjónvarpsþáttaröðin og Atlanta var valin besti gamanþátturinn. Meryl Streep fékk heiðursverðlaun á hátíðinni en í ræðu sinni gagnrýndi hún nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, líkt og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan. Golden Globes verðlaunahátíðin er jafnan talin mælistika á velgengni kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer síðar á árinu. Vísir/Graphic news At tonight's #GoldenGlobes we honor Hollywood legend Meryl Streep with the prestigious Cecil B. Demille Award. pic.twitter.com/dxpeCDNXY6— Golden Globe Awards (@goldenglobes) January 9, 2017
Bíó og sjónvarp Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Golden Globes Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira