Lífið

Wiig og Carrell eyðilögðu töfra teiknimyndanna á stórkostlegan hátt

Atli Ísleifsson skrifar
Kristin Wiig og Steve Carrell.
Kristin Wiig og Steve Carrell.
Kristin Wiig og Steve Carrell fóru á kostum þegar þau tilkynntu hvaða myndir væru tilnefndar sem besta teiknaða myndin á Golden Globe hátíðinni sem fram fór í nótt.

Carrell og Wiig sögðu bæði frá því þegar þau sáu teiknimynd í fyrsta sinn og voru sögurnar fljótar að snúast upp í persónulegar harmsögur sem líklegast má þó í raun taka mátulega trúanlega.

Carrell sagði frá því þegar hann hafi séð Fantasiu með föður sínum og eftir myndina hafi móðir hans mætt í bíóið og greint frá því að hún vildi skilja við föður Carrell. „Ég sá aldrei föður minn eftir þetta – Fantasíu-daginn“.

Wiig tók svo við og sagði frá því þegar hún sá Bambi árið 1981 – sama dag og þurfti að svæfa hundana sína þrjá. „Þetta var líka í síðasta sinn sem ég sá afa minn. Hann hvarf... og ég sagði ekki orð næstu tvö árin.“

Sjá má ræðu þeirra að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×