Ferðamenn fjölmenna á Óperudraugana Elín Albertsdóttir skrifar 29. desember 2016 16:30 Gissur Páll Gissurarson söngvari kemur nú fram þriðja árið í röð með Óperudraugunum í Eldborgarsal Hörpu um áramót. Óperudraugarnir stíga á svið í Hörpu í þriðja sinn um áramótin. Gissur Páll Gissurarson hefur sungið með þeim í öll skiptin en með honum í þetta sinn verða Valgerður Guðna- dóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Elmar Gilbertsson sem syngur nú með í fyrsta sinn. Gissur Páll segir að tónleikarnir hafi náð að festa sig í sessi. „Ég veit að það eru nokkuð margir sem koma ár eftir ár,“ segir hann. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og æfingar hafa staðið yfir. Með söngvurum verður einvala lið strengjasveitar og píanóleikari en tónlistarstjóri er Roland Hartwell. Tónlistarstjóri Óperudrauganna er Óskar Einarsson. Næstu tónleikar eru á morgun og síðan tvennir á nýársdag. Gissur Páll segir að það sé engin tilviljun að Óperudraugarnir velji þennan tíma til tónleikahalds. „Það var ekkert um að vera í Hörpu á þessum tíma árs. Við byrjuðum þrír saman í upphafi, ég, Garðar Thor Cortes og Kristján Jóhannsson, og ákváðum að nýta Hörpuna fyrir óperutónleika. Einnig fórum til Akureyrar. Vegna ýmissa verkefna var Kristján ekki með á síðasta ári en þá fengum við Garðar hann Odd Arnþór til liðs við okkur ásamt kvenröddunum Valgerði Guðna og Dísellu. Núna gat Garðar ekki verið með vegna verkefna á erlendri grundu. Hann syngur í nýrri uppfærslu á The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber,“ útskýrir Gissur Páll.Tónlistin alþjóðleg„Því miður förum við ekki út á land núna þar sem fáir frídagar eru þessi jólin. Þess vegna erum við með ferna tónleika í Hörpu,“ segir hann og bætir við að það komi þeim skemmtilega á óvart hversu áhugi útlendinga sé mikill á tónleikunum. „Erlendir gestir sem staddir eru á landinu nota tækifærið og fara á íslenska óperutónleika. Tónlistin er alþjóðleg og við verðum með kynningarnar á íslensku og síðan á ensku fyrir erlendu gestina. Á meðan verslunin breytist í túristabúðir með lundum og öðru dóti þá erum við með vöru sem ekkert þarf að gera við. Lögin eru alls staðar eins. Við viljum því alls ekki kalla þetta túristakonsert. Gestir í Metropolitan óperunni í New York eða Vínaróperunni í Vín eru um 97% erlendir. Það er því mjög skemmtilegt að íslenskir óperutónleikar veki athygli þeirra fjölmörgu ferðamanna sem hingað koma,“ segir hann.Vantar óperur um jól„Allir óperusöngvarar á Íslandi hafa menntað sig í útlöndum og starfa þar sömuleiðis. Óperan er því sameiginlegur markaður allra landa. Við leggjum áherslu á tónlist sem er áheyrileg, vinsæl og jafnvel einhverja slagara. Þetta eru óperuaríur, óperettuaríur og söngleikjatónlist. Áherslan er á tónlist sem fólk kemur til að hlusta á og eiga notalega stund,“ segir Gissur Páll sem söng á svo mörgum jólatónleikum í nóvember og desember að hann segist vera búinn að jóla yfir sig. „Ég gerði einmitt grín að því að ég var eins og verslunarkonan í VR jólaauglýsingunni um jólin. Ég er búinn að vera úti um allt, á Akureyri, Ísafirði, Blönduósi og víða í Reykjavík með ýmsum frábærum tónlistarmönnum Ætli ég hafi ekki sungið á hverjum degi frá því jólatónleikarnir byrjuðu. Þetta var æðislega skemmtilegt tímabil,“ segir Gissur og bætir því við að ekkert jólalag verði hjá Óperudraugunum.Bjartsýnn á nýtt árNýja árið leggst vel í söngvarann. Hann segir að nokkur stór verkefni séu í kortunum sem ekki sé búið að ganga frá. „Í þessu starfi veit maður aldrei hvenær síminn hringir og næsta verkefni dettur inn,“ segir Gissur Páll, sem flutti hingað til lands árið 2008 eftir langa dvöl erlendis. „Maður er annaðhvort úti um allt og býr í ferðatösku eða stillir sig af til að vera með fjölskyldunni. Ég ákvað að velja það síðarnefnda og hef haft nóg af verkefnum hér á landi. Við eigum mikið af frábærum óperusöngvurum hér á landi en verkefnin eru ekki nægilega mörg. Það væri því gaman ef til væri óperuhús sem hugsaði markaðssvæði sitt út fyrir Íslendinga. Það er til dæmis aldrei óperusýning um jól eða áramót. Fullt af fólki sem dvelur hér á þeim tíma hefur áhuga á óperu. Þetta á vonandi eftir að breytast. Leikhúsin hafa einmitt verið að átta sig á þessum tækifærum með því að setja upp leiksýningar á ensku. Dæmin sýna að Íslendingar koma líka á þær sýningar,“ segir Gissur Páll og segist hlakka mikið til ársins 2017. „Ég er í eðli mínu bjartsýnn og er það alltaf um áramót.“Hér fyrir neðan má sjá Óperudraugana Gissur Pál og Elmar Gilbertsson flytja lagið Ó helga nótt í jólaþætti Loga á Stöð 2 á dögunum. Ferðamennska á Íslandi Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Óperudraugarnir stíga á svið í Hörpu í þriðja sinn um áramótin. Gissur Páll Gissurarson hefur sungið með þeim í öll skiptin en með honum í þetta sinn verða Valgerður Guðna- dóttir, Oddur Arnþór Jónsson og Elmar Gilbertsson sem syngur nú með í fyrsta sinn. Gissur Páll segir að tónleikarnir hafi náð að festa sig í sessi. „Ég veit að það eru nokkuð margir sem koma ár eftir ár,“ segir hann. Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og æfingar hafa staðið yfir. Með söngvurum verður einvala lið strengjasveitar og píanóleikari en tónlistarstjóri er Roland Hartwell. Tónlistarstjóri Óperudrauganna er Óskar Einarsson. Næstu tónleikar eru á morgun og síðan tvennir á nýársdag. Gissur Páll segir að það sé engin tilviljun að Óperudraugarnir velji þennan tíma til tónleikahalds. „Það var ekkert um að vera í Hörpu á þessum tíma árs. Við byrjuðum þrír saman í upphafi, ég, Garðar Thor Cortes og Kristján Jóhannsson, og ákváðum að nýta Hörpuna fyrir óperutónleika. Einnig fórum til Akureyrar. Vegna ýmissa verkefna var Kristján ekki með á síðasta ári en þá fengum við Garðar hann Odd Arnþór til liðs við okkur ásamt kvenröddunum Valgerði Guðna og Dísellu. Núna gat Garðar ekki verið með vegna verkefna á erlendri grundu. Hann syngur í nýrri uppfærslu á The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber,“ útskýrir Gissur Páll.Tónlistin alþjóðleg„Því miður förum við ekki út á land núna þar sem fáir frídagar eru þessi jólin. Þess vegna erum við með ferna tónleika í Hörpu,“ segir hann og bætir við að það komi þeim skemmtilega á óvart hversu áhugi útlendinga sé mikill á tónleikunum. „Erlendir gestir sem staddir eru á landinu nota tækifærið og fara á íslenska óperutónleika. Tónlistin er alþjóðleg og við verðum með kynningarnar á íslensku og síðan á ensku fyrir erlendu gestina. Á meðan verslunin breytist í túristabúðir með lundum og öðru dóti þá erum við með vöru sem ekkert þarf að gera við. Lögin eru alls staðar eins. Við viljum því alls ekki kalla þetta túristakonsert. Gestir í Metropolitan óperunni í New York eða Vínaróperunni í Vín eru um 97% erlendir. Það er því mjög skemmtilegt að íslenskir óperutónleikar veki athygli þeirra fjölmörgu ferðamanna sem hingað koma,“ segir hann.Vantar óperur um jól„Allir óperusöngvarar á Íslandi hafa menntað sig í útlöndum og starfa þar sömuleiðis. Óperan er því sameiginlegur markaður allra landa. Við leggjum áherslu á tónlist sem er áheyrileg, vinsæl og jafnvel einhverja slagara. Þetta eru óperuaríur, óperettuaríur og söngleikjatónlist. Áherslan er á tónlist sem fólk kemur til að hlusta á og eiga notalega stund,“ segir Gissur Páll sem söng á svo mörgum jólatónleikum í nóvember og desember að hann segist vera búinn að jóla yfir sig. „Ég gerði einmitt grín að því að ég var eins og verslunarkonan í VR jólaauglýsingunni um jólin. Ég er búinn að vera úti um allt, á Akureyri, Ísafirði, Blönduósi og víða í Reykjavík með ýmsum frábærum tónlistarmönnum Ætli ég hafi ekki sungið á hverjum degi frá því jólatónleikarnir byrjuðu. Þetta var æðislega skemmtilegt tímabil,“ segir Gissur og bætir því við að ekkert jólalag verði hjá Óperudraugunum.Bjartsýnn á nýtt árNýja árið leggst vel í söngvarann. Hann segir að nokkur stór verkefni séu í kortunum sem ekki sé búið að ganga frá. „Í þessu starfi veit maður aldrei hvenær síminn hringir og næsta verkefni dettur inn,“ segir Gissur Páll, sem flutti hingað til lands árið 2008 eftir langa dvöl erlendis. „Maður er annaðhvort úti um allt og býr í ferðatösku eða stillir sig af til að vera með fjölskyldunni. Ég ákvað að velja það síðarnefnda og hef haft nóg af verkefnum hér á landi. Við eigum mikið af frábærum óperusöngvurum hér á landi en verkefnin eru ekki nægilega mörg. Það væri því gaman ef til væri óperuhús sem hugsaði markaðssvæði sitt út fyrir Íslendinga. Það er til dæmis aldrei óperusýning um jól eða áramót. Fullt af fólki sem dvelur hér á þeim tíma hefur áhuga á óperu. Þetta á vonandi eftir að breytast. Leikhúsin hafa einmitt verið að átta sig á þessum tækifærum með því að setja upp leiksýningar á ensku. Dæmin sýna að Íslendingar koma líka á þær sýningar,“ segir Gissur Páll og segist hlakka mikið til ársins 2017. „Ég er í eðli mínu bjartsýnn og er það alltaf um áramót.“Hér fyrir neðan má sjá Óperudraugana Gissur Pál og Elmar Gilbertsson flytja lagið Ó helga nótt í jólaþætti Loga á Stöð 2 á dögunum.
Ferðamennska á Íslandi Menning Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira