Gómaður við búðarhnupl og missti af stærsta leik ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2016 17:30 Jeremy Sprinkle. Vísir/Getty Háskólaboltaferill Jeremy Sprinkle endaði skyndilega aðeins nokkrum klukkutímum fyrir stærsta leik ársins. ESPN segir frá. Jeremy Sprinkle, sem er 22 ára gamall, spilar amerískan fótbolta og er talinn vera einn af betri leikmönnunum í sinni stöðu í bandaríska háskólaboltanum í ár. Hann er því lykilmaður í sínu liði. Sprinkle spilar sem innherji eða „Tight end“ en hann er stór og sterkur strákur eða rétt um tvo metra á hæð. Jeremy Sprinkle var staddur í Charlotte í Norður-Karólínu ásamt félögum sínum í Arkansas-skólanum að undirbúa sig fyrir leik um Belk skálina á móti Virginia Tech. Allir leikmenn liðanna fengu 450 dollara kort til að eyða í Belk-versluninni en hún er aðalstyrktaraðili leiksins. Það var hinsvegar ekki nóg fyrir Jeremy Sprinkle sem stal fullt af hlutum úr versluninni. Alls reyndi Jeremy Sprinkle að taka átta hluti ófrjálsri hendi. Meðal þeirra voru Ralph Lauren skyrta, Nike sokkar og tvö veski. Það má sjá lista yfir það sem hann reyndi að stela hér fyrir neðan. Forráðamenn Arkansas-skólans hikuðu ekki þegar þeir fréttu af þjófnaði Jeremy og settu hans umsvifalaust í bann aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn. Arkansas-liðið saknaði hans í úrslitaleiknum en liðið tapaði þá 24-35 þrátt fyrir að vera 24-0 yfir í hálfleik. Leikur liðsins hrundi í seinni hálfleiknum sem Virginia Tech liðið vann 35-0. Nú er bara spurningin hvort að þetta mál hafi áhrif á það hvort Jeremy Sprinkle komist í NFL-deildina en hann er boði fyrir NFL-liðinu í nýliðavalinu á næsta ári. Hann var talinn verða sjöundi besti innherjinn í boði á síðustu listum.Here's what Arkansas TE Jeremy Sprinkle shoplifted according to Charlotte police: pic.twitter.com/AxDK39LR5l— Mark Lane (@therealmarklane) December 29, 2016 Íþróttir NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Háskólaboltaferill Jeremy Sprinkle endaði skyndilega aðeins nokkrum klukkutímum fyrir stærsta leik ársins. ESPN segir frá. Jeremy Sprinkle, sem er 22 ára gamall, spilar amerískan fótbolta og er talinn vera einn af betri leikmönnunum í sinni stöðu í bandaríska háskólaboltanum í ár. Hann er því lykilmaður í sínu liði. Sprinkle spilar sem innherji eða „Tight end“ en hann er stór og sterkur strákur eða rétt um tvo metra á hæð. Jeremy Sprinkle var staddur í Charlotte í Norður-Karólínu ásamt félögum sínum í Arkansas-skólanum að undirbúa sig fyrir leik um Belk skálina á móti Virginia Tech. Allir leikmenn liðanna fengu 450 dollara kort til að eyða í Belk-versluninni en hún er aðalstyrktaraðili leiksins. Það var hinsvegar ekki nóg fyrir Jeremy Sprinkle sem stal fullt af hlutum úr versluninni. Alls reyndi Jeremy Sprinkle að taka átta hluti ófrjálsri hendi. Meðal þeirra voru Ralph Lauren skyrta, Nike sokkar og tvö veski. Það má sjá lista yfir það sem hann reyndi að stela hér fyrir neðan. Forráðamenn Arkansas-skólans hikuðu ekki þegar þeir fréttu af þjófnaði Jeremy og settu hans umsvifalaust í bann aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn. Arkansas-liðið saknaði hans í úrslitaleiknum en liðið tapaði þá 24-35 þrátt fyrir að vera 24-0 yfir í hálfleik. Leikur liðsins hrundi í seinni hálfleiknum sem Virginia Tech liðið vann 35-0. Nú er bara spurningin hvort að þetta mál hafi áhrif á það hvort Jeremy Sprinkle komist í NFL-deildina en hann er boði fyrir NFL-liðinu í nýliðavalinu á næsta ári. Hann var talinn verða sjöundi besti innherjinn í boði á síðustu listum.Here's what Arkansas TE Jeremy Sprinkle shoplifted according to Charlotte police: pic.twitter.com/AxDK39LR5l— Mark Lane (@therealmarklane) December 29, 2016
Íþróttir NFL Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira