Bálköstur tilbúinn í 90 áramótabrennur um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2016 18:40 Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira