Einstakt EM-ár hjá einni þjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2016 06:00 Evrópumeistararnir okkar; Dagur Sigurðsson og Þórir Hergeirsson. vísir/getty/afp Íslenskir handboltaþjálfarar halda áfram að gera það gott og tókst að gera árið 2016 að því besta til þessa. Fjögur gull voru í boði á stórmótum ársins og íslenskir þjálfarar náðu þremur þeirra. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tveir aðrir þjálfarar voru að skila flottum árangri á báðum stórmótum ársins. Þórir Hergeirsson og Dagur Sigurðsson áttu báðir magnað og um margt keimlíkt ár þar sem þeir stýrðu landsliðum sínum í verðlaunasæti á tveimur stórmótum. Þórir og Dagur eiga það líka sameiginlegt að þeir stýrðu landsliði sem þeir bjuggu til, Dagur með því að hreinsa vel til innan þýska landsliðshópsins og hrista vel upp í hlutunum en Þórir með áralangri uppbyggingu norska kvennalandsliðsins.graf/guðmundur snærÞað bjuggust ekki margir við miklu af þýska karlalandsliðinu þegar það mætti vængbrotið til leiks á EM í Póllandi í janúar. Liðið var án margra lykilmanna og þar á meðal voru hornamennirnir Uwe Gensheimer fyrirliði og Patrick Groetzki sem höfðu farið fyrir liðinu á fyrsta stórmóti þess undir stjórn Dags. Dagur fann nýja menn og breikkaði um leið hópinn fyrir komandi verkefni. Þrátt fyrir öll forföllin og tap fyrir Spáni í fyrsta leik þá tókst Degi á aðdáunarverðan hátt að snúa vörn í sókn og búa til meistaralið sem vann síðustu sjö leiki sína á mótinu. Liðið endaði á sannfærandi sjö marka sigri á Spáni og sýndi þá hvað það hafði vaxið og dafnað frá því í tapinu í fyrsta leik. Dagur mætti með talsvert meiri væntingar og jafnframt með flesta lykilmenn heila á Ólympíuleikana. Það stefndi í mögulegan Íslendingaslag í úrslitaleiknum en Þjóðverjum tókst ekki að komast í gegnum tvöfalda Ólympíumeistara Frakka í undanúrslitunum. Þýska liðið vann bronsið sannfærandi eftir sigur á Pólverjum og Guðmundur Guðmundsson sá svo um að stoppa sigurgöngu Frakkanna í úrslitaleiknum. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar unnu norsku stelpurnar alla átta leiki sína á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar á meðal sigur á báðum liðunum sem spiluðu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó.Dagur Sigurðsson vann til tvennra verðlauna á árinu.vísir/epaNorska liðið varð þá að sætta sig við bronsverðlaunin eftir tap í dramatískri framlengingu á móti verðandi Ólympíumeisturum Rússa. Norska liðið kom til baka eftir vonbrigðin og vann sannfærandi sigur í bronsleiknum. Liðið kláraði síðan alla átta leiki sína á EM og þrátt fyrir fimm gullverðlaun undir stjórn Þóris á síðustu sex árum þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur alla leiki sína á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari. Samanlagt stýrðu þeir Dagur og Þórir landsliðum sínum til sigurs í 27 af 32 leikjum á stórmótunum tveimur á árinu 2016. Íslensku þjálfararnir tveir fögnuðu sigri í 84 prósent leikjanna á EM og ÓL sem er mögnuð tölfræði.* Heilt yfir eru íslenskir þjálfarar nú handhafar fjögurra af sex stórmótatitlum í boði en það er aðeins heimsmeistaragull karla (Frakkland 2015) og Ólympíugull kvenna (Rússland 2016) sem standa út af borðinu. Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) stýra báðir sínum landsliðum í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs og gætu því bætt úr því.Þórir Hergeirsson er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.vísir/afpÞjálfarar Evrópumeistaraliða í handbolta2016 Karlar: Þýskaland (Dagur Sigurðsson, Ísland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2014 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2012 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Svartfjallaland (Dragan Adzic, Svartfjallaland)2010 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2008 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2006 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: : Noregur (Marit Breivik, Noregur)2004 Karlar: Þýskaland (Heiner Brand, Þýskaland) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2002 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Jan Pytlick, Danmörk2000 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Ungverjaland (Lajos Mocsai, Ungverjaland)1998 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)1996 Karlar: Rússland (Vladimir Maksimov, Rússland) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)1994 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Fréttir ársins 2016 Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Íslenskir handboltaþjálfarar halda áfram að gera það gott og tókst að gera árið 2016 að því besta til þessa. Fjögur gull voru í boði á stórmótum ársins og íslenskir þjálfarar náðu þremur þeirra. Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í ágúst en tveir aðrir þjálfarar voru að skila flottum árangri á báðum stórmótum ársins. Þórir Hergeirsson og Dagur Sigurðsson áttu báðir magnað og um margt keimlíkt ár þar sem þeir stýrðu landsliðum sínum í verðlaunasæti á tveimur stórmótum. Þórir og Dagur eiga það líka sameiginlegt að þeir stýrðu landsliði sem þeir bjuggu til, Dagur með því að hreinsa vel til innan þýska landsliðshópsins og hrista vel upp í hlutunum en Þórir með áralangri uppbyggingu norska kvennalandsliðsins.graf/guðmundur snærÞað bjuggust ekki margir við miklu af þýska karlalandsliðinu þegar það mætti vængbrotið til leiks á EM í Póllandi í janúar. Liðið var án margra lykilmanna og þar á meðal voru hornamennirnir Uwe Gensheimer fyrirliði og Patrick Groetzki sem höfðu farið fyrir liðinu á fyrsta stórmóti þess undir stjórn Dags. Dagur fann nýja menn og breikkaði um leið hópinn fyrir komandi verkefni. Þrátt fyrir öll forföllin og tap fyrir Spáni í fyrsta leik þá tókst Degi á aðdáunarverðan hátt að snúa vörn í sókn og búa til meistaralið sem vann síðustu sjö leiki sína á mótinu. Liðið endaði á sannfærandi sjö marka sigri á Spáni og sýndi þá hvað það hafði vaxið og dafnað frá því í tapinu í fyrsta leik. Dagur mætti með talsvert meiri væntingar og jafnframt með flesta lykilmenn heila á Ólympíuleikana. Það stefndi í mögulegan Íslendingaslag í úrslitaleiknum en Þjóðverjum tókst ekki að komast í gegnum tvöfalda Ólympíumeistara Frakka í undanúrslitunum. Þýska liðið vann bronsið sannfærandi eftir sigur á Pólverjum og Guðmundur Guðmundsson sá svo um að stoppa sigurgöngu Frakkanna í úrslitaleiknum. Undir stjórn Þóris Hergeirssonar unnu norsku stelpurnar alla átta leiki sína á Evrópumótinu í Svíþjóð, þar á meðal sigur á báðum liðunum sem spiluðu til úrslita á Ólympíuleikunum í Ríó.Dagur Sigurðsson vann til tvennra verðlauna á árinu.vísir/epaNorska liðið varð þá að sætta sig við bronsverðlaunin eftir tap í dramatískri framlengingu á móti verðandi Ólympíumeisturum Rússa. Norska liðið kom til baka eftir vonbrigðin og vann sannfærandi sigur í bronsleiknum. Liðið kláraði síðan alla átta leiki sína á EM og þrátt fyrir fimm gullverðlaun undir stjórn Þóris á síðustu sex árum þá var þetta í fyrsta sinn sem liðið vinnur alla leiki sína á stórmóti eftir að hann tók við sem aðalþjálfari. Samanlagt stýrðu þeir Dagur og Þórir landsliðum sínum til sigurs í 27 af 32 leikjum á stórmótunum tveimur á árinu 2016. Íslensku þjálfararnir tveir fögnuðu sigri í 84 prósent leikjanna á EM og ÓL sem er mögnuð tölfræði.* Heilt yfir eru íslenskir þjálfarar nú handhafar fjögurra af sex stórmótatitlum í boði en það er aðeins heimsmeistaragull karla (Frakkland 2015) og Ólympíugull kvenna (Rússland 2016) sem standa út af borðinu. Guðmundur Guðmundsson (Danmörk) og Dagur Sigurðsson (Þýskaland) stýra báðir sínum landsliðum í síðasta sinn á HM í Frakklandi í byrjun næsta árs og gætu því bætt úr því.Þórir Hergeirsson er ríkjandi heims- og Evrópumeistari.vísir/afpÞjálfarar Evrópumeistaraliða í handbolta2016 Karlar: Þýskaland (Dagur Sigurðsson, Ísland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2014 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2012 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Svartfjallaland (Dragan Adzic, Svartfjallaland)2010 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: Noregur (Þórir Hergeirsson, Ísland)2008 Karlar: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2006 Karlar: Frakkland (Claude Onesta, Frakkland) Konur: : Noregur (Marit Breivik, Noregur)2004 Karlar: Þýskaland (Heiner Brand, Þýskaland) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)2002 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Jan Pytlick, Danmörk2000 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Ungverjaland (Lajos Mocsai, Ungverjaland)1998 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Noregur (Marit Breivik, Noregur)1996 Karlar: Rússland (Vladimir Maksimov, Rússland) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)1994 Karlar: Svíþjóð (Bengt Johansson, Svíþjóð) Konur: Danmörk (Ulrik Wilbek, Danmörk)
Fréttir ársins 2016 Íslenski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira