Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 06:45 Frá vettvangi. vísir/epa Minnst níu létust og um fimmtíu særðust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Ökumaðurinn komst undan á hlaupum en var skömmu síðar handtekinn af lögreglu. Ekki er vitað hvort um óhapp var að ræða eða árás. „Sendiráðið hefur verið í sambandi við lögregluna og við vitum ekki betur en að allir Íslendingar séu hólpnir,“ segir Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi. Sendiherrann ekur þarna fram hjá daglega og hafði verið með fjölskyldu sinni á þessum sama jólamarkaði í fyrradag. „Maður veit ekki hvað maður skal segja á svona stundum. Þetta er ömurlegt illvirki sem hefur í för með sér inngrip í líf svo margra.“ Atvikið átti sér stað á jólamarkaði í Charlottenburg-hverfinu í Berlín sem er í vesturhluta borgarinnar. Gatan er ein vinsælasta og stærsta verslunargata Berlínarborgar. Tveir voru í bílnum og var annar þeirra látinn. Talið er að hann hafi týnt lífi í árekstrinum. „Það eru bara allir í sjokki. Ég gekk þarna í gegn nokkrum mínútum áður en þetta átti sér stað,“ segir Jón Kári Hilmarsson en hann er staddur í borginni sem stendur. Hann hafi gengið í gegnum markaðinn en ákveðið að halda þaðan sökum hungurs. „Þegar ég kom af veitingastað, sem er þarna í hundrað metra fjarlægð, voru viðbragðsaðilar út um allt.“ Talsverður fjöldi Íslendinga er búsettur í Berlín eða staddur þar. Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til fólks að láta aðstandendur vita, hafa samband við ráðuneytið eða sendiráð Íslands í Þýskalandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16 Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Minnst níu létust og um fimmtíu særðust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Ökumaðurinn komst undan á hlaupum en var skömmu síðar handtekinn af lögreglu. Ekki er vitað hvort um óhapp var að ræða eða árás. „Sendiráðið hefur verið í sambandi við lögregluna og við vitum ekki betur en að allir Íslendingar séu hólpnir,“ segir Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi. Sendiherrann ekur þarna fram hjá daglega og hafði verið með fjölskyldu sinni á þessum sama jólamarkaði í fyrradag. „Maður veit ekki hvað maður skal segja á svona stundum. Þetta er ömurlegt illvirki sem hefur í för með sér inngrip í líf svo margra.“ Atvikið átti sér stað á jólamarkaði í Charlottenburg-hverfinu í Berlín sem er í vesturhluta borgarinnar. Gatan er ein vinsælasta og stærsta verslunargata Berlínarborgar. Tveir voru í bílnum og var annar þeirra látinn. Talið er að hann hafi týnt lífi í árekstrinum. „Það eru bara allir í sjokki. Ég gekk þarna í gegn nokkrum mínútum áður en þetta átti sér stað,“ segir Jón Kári Hilmarsson en hann er staddur í borginni sem stendur. Hann hafi gengið í gegnum markaðinn en ákveðið að halda þaðan sökum hungurs. „Þegar ég kom af veitingastað, sem er þarna í hundrað metra fjarlægð, voru viðbragðsaðilar út um allt.“ Talsverður fjöldi Íslendinga er búsettur í Berlín eða staddur þar. Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til fólks að láta aðstandendur vita, hafa samband við ráðuneytið eða sendiráð Íslands í Þýskalandi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16 Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér Engar upplýsingar hafa borist um að Íslendingar séu á meðal særðra eða látinna. 19. desember 2016 22:16
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43