Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Atli Ísleifsson skrifar 20. desember 2016 09:05 Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en bílnum var numið staðar við stóra jólatréð á markaðssvæðinu. Vísir/AFP Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er. Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. Þetta vitum við um árásina.Vörubíl var ekið á mikilli ferð inn á jólamarkað við Breitscheidplatz, nærri kirkjunni Gedächtniskirche í Charlottenburg í Berlín klukkan 20:30 að staðartíma í gærkvöldi.Vörubílnum var ekið 50 til 80 metra áður en hann stansaði skammt frá stóra jólatrénu á markaðssvæðinu.Í fyrstu var óljóst hvort að um óhapp hefði verið að ræða en upp úr klukkan 21 greindi lögregla frá því að að öllum líkindum væri um skipulagða árás að ræða.Tveir menn voru í vörubílnum og lagði annar þeirra á flótta eftir að að vörubíllinn nam staðar. Annar lagði á flótta inn í nálægan garð, Tiergarten, en var handtekinn um tveimur kílómetrum frá jólamarkaðnum. Sjónarvottar sem elt höfðu manninn aðstoðuðu lögreglu við að hafa uppi á manninum.Maðurinn, sem Die Welt kallar Naved B, ku vera 23 ára Pakistani sem kom til Þýskalands sem flóttamaður í febrúar síðastliðinn. RBB greinir frá því að hann á að hafa komið til landamærabæjarins Passau í Bæjaralandi í desember í fyrra. Yfirheyrslur yfirmanninum standa nú yfir.Hinn maðurinn sem fannst í vörubílnum var úrskurðaður látinn á staðnum. Hann var pólskur ríkisborgari. Vangaveltur eru uppi um að maðurinn sem ók bílnum inn á markaðinn hafi áður drepið manninn til að komast yfir vörubílinn. Pólska stöðin TVN24 segir að pólski ríkisborgarinn hafi verið 37 ára. Vörubíllinn sem notaður var í árásinni er skráður í Póllandi. Eigandi vörubílsins segist hafa leigt frænda sínum bílinn, en segir útilokað að sá hafi átt nokkurn þátt í árásinni. Hann segir jafnframt að GPS-upplýsingar úr bílnum bendi til að honum hafi verið stolið um klukkan 16 í gærdag.Vísir/aFPUm tvö hundruð lögreglumenn gerðu húsleit í flugskýli á gamla Tempelhof-flugvellinum í morgun þar sem árásarmaðurinn á að hafa dvalið. Fjórir menn voru yfirheyrðir vegna málsins en enginn handtekinn. Um tvö þúsund flóttamenn dvelja í skýlum á Tempelhof-flugvelli.Innanríkisráðherra Frakklands ákvað eftir að fréttir bárust um árásina að öryggisgæsla og eftirlit við jólamarkaði í landinu skyldi efld.Vísir/AFPLögregla í Þýskalandi hefur biðlað til almennings að dreifa ekki myndum eða myndskeiðum af jólamarkaðnum af virðingu við fórnarlömbin. Þó eru menn hvattir til að koma myndum sem náðust af atburðinum til lögreglu.Þýski innanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur hvatt Þjóðverja til að flagga í hálfa stöng í dag.Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni en utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga í Berlín sem ekki hafa látið vita af sér, að gera það svo fljótt sem auðið er.
Flóttamenn Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39 Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45 Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Tala látinna í Berlín komin í tólf Lögreglan gengur út frá því að um hryðjuverkaárás sé að ræða. 20. desember 2016 07:39
Hryllingur á jólamarkaði í Berlín Minnst níu létust þegar flutningabíll ók á hóp fólks á jólamarkaði í Berlín í gær. Íslendingar í borginni segja fólk í sjokki vegna atviksins. 20. desember 2016 06:45
Árásarmaðurinn í Berlín sagður 23 ára Pakistani Þýska blaðið Die Welt kallar manninn Naved B og segir fæðingardag hans vera 1. janúar 1993. 20. desember 2016 08:17
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“