Falleg vinátta: „Ég hef verið á Íslandi í tvö ár og hún í 103 ár“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. desember 2016 21:00 Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Charles Gittins er heimsóknarvinur í gegnum sjálfboðaliðastarf Rauða krossins en verkefninu er ætlað að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ólöf Hjálmarsdóttir, sem hann heimsækir, heyrir og sér mjög illa og á því á hættu að einangrast. En hún nýtur þess að spjalla og hlusta á Charles lesa fyrir sig.Charles talar reiprennandi íslensku og vefst ekkert fyrir honum að lesa bækur fyrir Ólöfuvísir/einar„Mér finnst mjög mikilvægt að gera eitthvað gagnlegt fyrir samfélagið. Þegar ég flutti til Íslands langaði mig strax að gera eitthvað fyrir þetta nýja samfélag sem ég ætlaði að búa í, gefa eitthvað tilbaka,” segir Charles sem er Breti og hefur búið á Íslandi í tvö ár. Charles segir heimsóknir sínar ekki starf, heldur gefandi samverustundir. „Þetta er verkefni sem við bæði njótum góðs af. Ekki bara ég að hjálpa Ólöfu, mér finnst líka spennandi að koma og tala við hana. Við erum skemmtilegt par. Ég er útlendingur en hún hefur aldrei komið til útlanda. Ég hef verið hér í tvö ár og hún í 103 ár. Þannig að ég fæ að heyra skemmtilegar sögur um lífið á Íslandi sem ég myndi annars aldrei heyra eða þekkja,” segir Charles og bætir við að Ólöf segi skemmtilega frá.Ólöf verður 104 ára í mars á næsta ári.vísir/einar Til að mynda frá Kötlugosinu 1918, en þá var Ólöf fimm ára. „Þá átti ég heima á Frakkastíg 14 og sá það allt frá Skólavörðuholtinu,” segir Ólöf. „Það var eins og falleg karfa á himninum. Ég man vel eftir mér. En mér finnst skrýtið sjálfri að muna eftir þessu.“ Og Ólöfu þykir greinilega mikið til Charles koma sem hún segir vera blátt áfram og með fallega nærveru. „Þetta er besti maður og vel uppalinn. Ég hef ekki kynnst mörgum útlendingum,” bætir Ólöf við en hún hefur sjálf aldrei farið til útlanda, og ekki stigið upp í flugvél enda segist hún vera flughrædd.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira