Erlent

ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Berlín

Birgir Olgeirsson skrifar
Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að ISIS hafi lýst því yfir að árásamaðurinn hafi verið á þeirra vegum.
Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að ISIS hafi lýst því yfir að árásamaðurinn hafi verið á þeirra vegum. Vísir/EPA
ISIS, hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamska ríkið, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á jólamarkaðinn í Berlín.

Greint er frá því á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC að ISIS hafi lýst því yfir að árásamaðurinn hafi verið á þeirra vegum.

BBC segir að ekki liggi fyrir hver árásamaðurinn er og því sé erfitt að staðfesta þessa fullyrðingu ISIS.

Þýsk yfirvöld leystu fyrr í dag úr haldi manneskju sem var grunuð um að hafa framið árásina. Var því haldið fram að ekki væru fyrir hendi nægjanleg sönnunargögn. Sá sem var í haldi er sagður 23 ára gamall Pakistani en og er kallaður Naved B. af þýskum fjölmiðlum.

Hefur því verið haldið fram að sá, eða þeir, stóðu að þessari árás séu á flótta.

ISIS lýsti því yfir á fréttaveitu sinni að einn af hermönnum samtakanna hefði framið þetta ódæði þar sem tólf létu lífið og 49 slösuðust, þar af nokkrir lífshættulega, þegar vörubíl var ekið inn á jólamarkaðinn í gærkvöldi.

Innanríkisráðherra Þýskalands, Thomas De Maiziere, brást varfærnislega við þessari yfirýsingu ISIS en lét hafa eftir sér að verið væri að rannsaka nokkra þætti málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×