Aukið álag á netverslunum bitnar á starfsfólki Ritstjórn skrifar 21. desember 2016 17:00 Það eru líklega margir Íslendingar sem hafa pantað jólagjafir frá erlendum síðum. Mynd/Getty Fjölmiðlar vestanhafs eru nú farnir að rannsaka aðstæður starfsmanna í vöruhúsum og dreifingarstöðvum netverslana. Í dag er gerð mikil krafa frá neytendum um að fá vörur sínar sendar næsta dag fyrir lítinn pening. Sú þjónusta kostar fyrirtækin mikið og í kjölfarið bitnar það á launakjörum starfsmanna verslananna. Mikið álag er á starfsmönnum í vöruhúsum og dreifingarstöðvum stærstu verslananna. Nú er verið að rannsaka hvernig vinnuveitendur koma fram við starfsmenn sína í þessum stöðum en niðurskurðir eiga það til að bitna mest á þeim sem minna mega sín. Það að bjóða upp á skjóta þjónustu kostar mikið fyrir fyrirtækin sem og það gerir mikið álag á starfsmenn sem eiga að sjá um að senda vörurnar. Samkvæmt Business of Fashion eru sum fyrirtæki farin að skoða að vera með svokallaða heimsendingar áskrift eins og Amazon býður upp á. Eitt er þó ljóst að verslanir munu ekki mikið lengur geta boðið upp á þennan lága sendingakostnað enda fer netverslun sífellt stækkandi með hverju árinu. Vonandi koma fram nýjar lausnir sem henta bæði starfsmönnum og neytendum. Mest lesið Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Glamour Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á Óskarnum Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Dr. McDreamy orðinn förðunarmódel? Glamour Sól og sumar hjá Rodebjer Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Glamour
Fjölmiðlar vestanhafs eru nú farnir að rannsaka aðstæður starfsmanna í vöruhúsum og dreifingarstöðvum netverslana. Í dag er gerð mikil krafa frá neytendum um að fá vörur sínar sendar næsta dag fyrir lítinn pening. Sú þjónusta kostar fyrirtækin mikið og í kjölfarið bitnar það á launakjörum starfsmanna verslananna. Mikið álag er á starfsmönnum í vöruhúsum og dreifingarstöðvum stærstu verslananna. Nú er verið að rannsaka hvernig vinnuveitendur koma fram við starfsmenn sína í þessum stöðum en niðurskurðir eiga það til að bitna mest á þeim sem minna mega sín. Það að bjóða upp á skjóta þjónustu kostar mikið fyrir fyrirtækin sem og það gerir mikið álag á starfsmenn sem eiga að sjá um að senda vörurnar. Samkvæmt Business of Fashion eru sum fyrirtæki farin að skoða að vera með svokallaða heimsendingar áskrift eins og Amazon býður upp á. Eitt er þó ljóst að verslanir munu ekki mikið lengur geta boðið upp á þennan lága sendingakostnað enda fer netverslun sífellt stækkandi með hverju árinu. Vonandi koma fram nýjar lausnir sem henta bæði starfsmönnum og neytendum.
Mest lesið Alpahúfan er komin aftur fyrir haustið Glamour Nicole Kidman útskýrir furðulega klappið á Óskarnum Glamour Vinsælustu skórnir í París Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Glamour Dr. McDreamy orðinn förðunarmódel? Glamour Sól og sumar hjá Rodebjer Glamour Hárið sem stjörnurnar elska Glamour Kim Kardashian í viðtali hjá 60 Minutes Glamour "Afhverju skapaði guð ljótt fólk?" Glamour Anna Wintour gefur Zoolander góð ráð Glamour