Senda fólk á skriðjökla án mannbrodda Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og gera nú á annan tug fyrirtækja út á slíkar ferðir. vísir/vilhelm Dæmi eru um að vanbúnir ferðamenn á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu sæki íshella og skriðjökla heim, án mannbrodda eða aðeins búnir hálkubroddum í Skaftafelli. Vitað er um á annan tug ferðaþjónustufyrirtækja sem gera út á íshellaskoðanir í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn hefur hins vegar ekki nægilega yfirsýn yfir fjölda fyrirtækjanna. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir fyrirtækjum í íshellaferðum og öðrum ferðum á Skaftafellsjökul hafa fjölgað upp á síðkastið. „Við höfum séð vanbúna ferðamenn en það heyrir til undantekninga. Hins vegar er það svo að við verðum að geta tryggt öryggi ferðamanna,“ segir Regína. „Það er því á herðum ferðaþjónustufyrirtækjanna sjálfra að tryggja öryggi þeirra.“ Á þessu ári hafa komið upp dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki með stóra hópa ferðamanna uppi á skriðjöklum án mannbrodda og inni í íshellum. Gæta þarf fyllstu varúðar á slóðum sem þessum. Nýsamþykkt lög um Vatnajökulsþjóðgarð munu hjálpa til við að kortleggja ferðaþjónustuna í Skaftafelli að mati Regínu. „Nú þurfa ferðaþjónustufyrirtækin að sækja um leyfi til að starfa innan þjóðgarðsins og því getum við fengið mun skýrari yfirsýn yfir þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig getum við komið upplýsingum betur til fyrirtækja, bæði um vegi á svæðinu og hættur við jökul,“ segir Regína.Helga ÁrnadóttirInnan Samtaka ferðaþjónustunnar er unnið að því að bæta öryggi ferðamanna á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. „Öryggi ferðamanna er forsenda þess að gæði geti skapast og á það sérstaklega við þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Við hjá SAF teljum eðlilegt að fyrirtæki tileinki sér núllsýn í öryggismálum þar sem slys og óhöpp eru óásættanleg,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. „Ekki er síður mikilvægt að gerðar séu kröfur um öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila með áhættumati ferða. Hvað varðar heimildir til að sinna starfsemi innan þjóðgarða sjáum við fyrir okkur að fyrirtæki geti verið krafin um aðild að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ bætir Helga við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Dæmi eru um að vanbúnir ferðamenn á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu sæki íshella og skriðjökla heim, án mannbrodda eða aðeins búnir hálkubroddum í Skaftafelli. Vitað er um á annan tug ferðaþjónustufyrirtækja sem gera út á íshellaskoðanir í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn hefur hins vegar ekki nægilega yfirsýn yfir fjölda fyrirtækjanna. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir fyrirtækjum í íshellaferðum og öðrum ferðum á Skaftafellsjökul hafa fjölgað upp á síðkastið. „Við höfum séð vanbúna ferðamenn en það heyrir til undantekninga. Hins vegar er það svo að við verðum að geta tryggt öryggi ferðamanna,“ segir Regína. „Það er því á herðum ferðaþjónustufyrirtækjanna sjálfra að tryggja öryggi þeirra.“ Á þessu ári hafa komið upp dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki með stóra hópa ferðamanna uppi á skriðjöklum án mannbrodda og inni í íshellum. Gæta þarf fyllstu varúðar á slóðum sem þessum. Nýsamþykkt lög um Vatnajökulsþjóðgarð munu hjálpa til við að kortleggja ferðaþjónustuna í Skaftafelli að mati Regínu. „Nú þurfa ferðaþjónustufyrirtækin að sækja um leyfi til að starfa innan þjóðgarðsins og því getum við fengið mun skýrari yfirsýn yfir þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig getum við komið upplýsingum betur til fyrirtækja, bæði um vegi á svæðinu og hættur við jökul,“ segir Regína.Helga ÁrnadóttirInnan Samtaka ferðaþjónustunnar er unnið að því að bæta öryggi ferðamanna á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. „Öryggi ferðamanna er forsenda þess að gæði geti skapast og á það sérstaklega við þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Við hjá SAF teljum eðlilegt að fyrirtæki tileinki sér núllsýn í öryggismálum þar sem slys og óhöpp eru óásættanleg,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. „Ekki er síður mikilvægt að gerðar séu kröfur um öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila með áhættumati ferða. Hvað varðar heimildir til að sinna starfsemi innan þjóðgarða sjáum við fyrir okkur að fyrirtæki geti verið krafin um aðild að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ bætir Helga við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira