Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 11:45 Það er allt uppbókað í Bláa lónið um jól og áramót og svo má búast við einhverjum ferðamönnum í messu og kirkjugörðunum yfir hátíðarnar. vísir Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00