Erlendar fréttamyndir ársins 2016 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2016 08:45 Það var mikið um að vera á árinu sem nú er að líða. Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Ljósmyndarar fylgdust vel með og fönguðu sögulega viðburði ársins á mynd. Hvort sem það voru átök, björgunarstörf, íþróttaviðburðir eða nýjustu vendingar stjórnmálanna. Myndaveiturnar AFP og Getty hafa tekið saman helstu myndir ársins, en sjá má bróðurpart þeirra hér að neðan. Við hverja mynd stendur nánar af hverju myndin er.Gestir Tazaungdaing ljósa hátíðarinnar í Mjanmar í nóvember skýla sér eftir að flugeldar, sem bornir voru af loftbelg, sprungu áður en loftbelgurinn náði nægilegri hæð.Vísir/AFPMichael Phelps keppir í hundrað metra flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó.Vísir/AFPIbrahim Hamadtou keppir fyrir Egyptalands í borðtennis á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó.Vísir/AFPUsain Bolt fagnar með aðdáendum eftir að hann vann 200 metra hlaup Ólympíuleikanna.Vísir/AFPMyndband af hinum fjögurra ára gamla Omran fór víða á árinu. Myndbandið var tekið þar sem Omran sat í sjúkrabíl eftir að hafa verið bjargað úr rústum húss sem hrundi eftir loftárás í Aleppo. Eldri bróðir hans lést.Vísir/AFPMeðlimur íslamistasamtakanna Jaysh al-Islam hleypur undan skotum leyniskyttu í þorpinu Tal al-Siwan nærri Damascus.Vísir/AFPÍbúar Aleppo yfirgáfu heimili sín eftir loftárásir.Vísir/AFPMeðlimir Free Syrian Army berjast gegn Íslamska ríkinu í þorpinu Yahmoul norður af Aleppo.Vísir/AFPDonald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, mætir hér til Colorado Springs í kosningabaráttunni fyrr á árinu.Vísir/AFPTrump fagnar hér sigri í kosningunum.Vísir/AFPHillary Clinton tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump.Vísir/AFPLeyniskyttur skjóta á vígamenn Íslamska ríkisins í Sirte í Líbíu.Vísir/AFPÍbúar Amatrice á Ítalíu fara í gegnum rústir húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálfta sem skall á í ágúst.Vísir/AFPFranskur lögregluþjónn stendur í ljósum logum í umfangsmiklum mótmælum á París í september. Fjöldi fólks mótmælti umdeildu lagafrumvarpi um vinnulöggjöf.Vísir/AFPBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, forseti Chile, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, við undirritun friðarsáttmála stjórnvalda í Kólumbíu og FARC uppreisnarmanna.Vísir/AFPTil átaka kom á milli lögreglu og stúdenta í Suður-Afríku í október. Stúdentar mótmæltu hækkun skólagjalda og fóru þeir fram á ókeypis menntun fyrir alla.Vísir/AFPMeðlimir Colla Vella dels Xiquets mynda „mennskan turn“ í keppni í mennskum turnum á Spáni í október.Vísir/AFPFlótta- og farandsfólk reynir að koma barni úr sjónum á meðan þau bíða björgunar í Miðjarðarhafinu.Vísir/AFPFjölmörgum hefur verið bjargað af þétt setnum og lélegum bátum sem hafa verið sendir út á Miðjarðarhafið frá Líbíu.Vísir/AFPFellibylurinn Matthew olli miklum usla í Karabíuhafinu í haust. Hér má sjá hvernig hann jós grjóti á land á Kúbu.Vísir/AFPMatthew olli einnig miklu tjóni á Haítí.Vísir/AFPTveir menn í Mosul syrgja 15 ára dreng sem lést í stórskotaliðsárás í borginni. Írakski herinn og bandamenn yfirvalda í Baghdad berjast nú við Íslamska ríkið um borgina.Vísir/AFPÍbúar þorpsins Tall Abtah snúa aftur eftir að vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið reknir frá þorpinu.Vísir/AFPTugir þúsunda hafa yfirgefið heimili sín í Mosul vegna átaka þar.Vísir/AFPTyrkneska strandgæslan kemur flóttamönnum til bjargar eftir að bátur þeirra sökk.Vísir/GETTYUngur drengur hjólar framhjá olíulindum nærri Mosul. Vígamenn Íslamska ríkisins kveiktu í lindunum þegar þeir hörfuðu frá svæðinu.Vísir/GettyGífurlegar skemmdir urðu á bænum Amatrice og hundruð létu lífið þegar jarðskjálfti skall á Ítalíu í sumar.Vísir/GettyÞúsundiri hafa látið lífið í „stríði“ Rodrigo Duterte, foresta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Neytendur og salar eru skotnir til bana af lögreglu og sjálfskipuðum lögregluþjónum.Vísir/GettyOscar Pistorius var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína Reevu Steinkamp til bana árið 2013.Vísir/GettyBretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið á árinu.Vísir/Getty Árslistar Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Árið sem senn er á enda var síður en svo viðburðasnautt fréttaár á erlendum vettvangi. Ljósmyndarar fylgdust vel með og fönguðu sögulega viðburði ársins á mynd. Hvort sem það voru átök, björgunarstörf, íþróttaviðburðir eða nýjustu vendingar stjórnmálanna. Myndaveiturnar AFP og Getty hafa tekið saman helstu myndir ársins, en sjá má bróðurpart þeirra hér að neðan. Við hverja mynd stendur nánar af hverju myndin er.Gestir Tazaungdaing ljósa hátíðarinnar í Mjanmar í nóvember skýla sér eftir að flugeldar, sem bornir voru af loftbelg, sprungu áður en loftbelgurinn náði nægilegri hæð.Vísir/AFPMichael Phelps keppir í hundrað metra flugsundi á Ólympíuleikunum í Ríó.Vísir/AFPIbrahim Hamadtou keppir fyrir Egyptalands í borðtennis á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó.Vísir/AFPUsain Bolt fagnar með aðdáendum eftir að hann vann 200 metra hlaup Ólympíuleikanna.Vísir/AFPMyndband af hinum fjögurra ára gamla Omran fór víða á árinu. Myndbandið var tekið þar sem Omran sat í sjúkrabíl eftir að hafa verið bjargað úr rústum húss sem hrundi eftir loftárás í Aleppo. Eldri bróðir hans lést.Vísir/AFPMeðlimur íslamistasamtakanna Jaysh al-Islam hleypur undan skotum leyniskyttu í þorpinu Tal al-Siwan nærri Damascus.Vísir/AFPÍbúar Aleppo yfirgáfu heimili sín eftir loftárásir.Vísir/AFPMeðlimir Free Syrian Army berjast gegn Íslamska ríkinu í þorpinu Yahmoul norður af Aleppo.Vísir/AFPDonald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, mætir hér til Colorado Springs í kosningabaráttunni fyrr á árinu.Vísir/AFPTrump fagnar hér sigri í kosningunum.Vísir/AFPHillary Clinton tapaði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, þrátt fyrir að hafa fengið tæplega þremur milljónum fleiri atkvæði en Donald Trump.Vísir/AFPLeyniskyttur skjóta á vígamenn Íslamska ríkisins í Sirte í Líbíu.Vísir/AFPÍbúar Amatrice á Ítalíu fara í gegnum rústir húsa sem hrundu í öflugum jarðskjálfta sem skall á í ágúst.Vísir/AFPFranskur lögregluþjónn stendur í ljósum logum í umfangsmiklum mótmælum á París í september. Fjöldi fólks mótmælti umdeildu lagafrumvarpi um vinnulöggjöf.Vísir/AFPBan Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, forseti Chile, og Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, við undirritun friðarsáttmála stjórnvalda í Kólumbíu og FARC uppreisnarmanna.Vísir/AFPTil átaka kom á milli lögreglu og stúdenta í Suður-Afríku í október. Stúdentar mótmæltu hækkun skólagjalda og fóru þeir fram á ókeypis menntun fyrir alla.Vísir/AFPMeðlimir Colla Vella dels Xiquets mynda „mennskan turn“ í keppni í mennskum turnum á Spáni í október.Vísir/AFPFlótta- og farandsfólk reynir að koma barni úr sjónum á meðan þau bíða björgunar í Miðjarðarhafinu.Vísir/AFPFjölmörgum hefur verið bjargað af þétt setnum og lélegum bátum sem hafa verið sendir út á Miðjarðarhafið frá Líbíu.Vísir/AFPFellibylurinn Matthew olli miklum usla í Karabíuhafinu í haust. Hér má sjá hvernig hann jós grjóti á land á Kúbu.Vísir/AFPMatthew olli einnig miklu tjóni á Haítí.Vísir/AFPTveir menn í Mosul syrgja 15 ára dreng sem lést í stórskotaliðsárás í borginni. Írakski herinn og bandamenn yfirvalda í Baghdad berjast nú við Íslamska ríkið um borgina.Vísir/AFPÍbúar þorpsins Tall Abtah snúa aftur eftir að vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið reknir frá þorpinu.Vísir/AFPTugir þúsunda hafa yfirgefið heimili sín í Mosul vegna átaka þar.Vísir/AFPTyrkneska strandgæslan kemur flóttamönnum til bjargar eftir að bátur þeirra sökk.Vísir/GETTYUngur drengur hjólar framhjá olíulindum nærri Mosul. Vígamenn Íslamska ríkisins kveiktu í lindunum þegar þeir hörfuðu frá svæðinu.Vísir/GettyGífurlegar skemmdir urðu á bænum Amatrice og hundruð létu lífið þegar jarðskjálfti skall á Ítalíu í sumar.Vísir/GettyÞúsundiri hafa látið lífið í „stríði“ Rodrigo Duterte, foresta Filippseyja, gegn fíkniefnum. Neytendur og salar eru skotnir til bana af lögreglu og sjálfskipuðum lögregluþjónum.Vísir/GettyOscar Pistorius var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína Reevu Steinkamp til bana árið 2013.Vísir/GettyBretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið á árinu.Vísir/Getty
Árslistar Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira