Erlent

Lögregla telur að Amri sé enn í Berlín

atli ísleifsson skrifar
Lögreglu í Þýskalandi telur að Túnisinn Anis Amri, sem grunaður er um hryðjuverkaárásina í Berlín á mánudag, sé enn í borginni.

Lögreglumenn náðu myndir af hinum 24 ára Amri við eftirlit í kringum mosku í hverfinu Moabit snemma á þriðjudag, nokkrum klukkustundum eftir árásina. Amri lá ekki undir grun á þeim tíma sem myndirnar náðust.

RBB greinir frá þessu og segir að lögregla hafi gert húsleit í moskunni snemma í gær. Ekki hafi þó tekist að hafa hendur í hári mannsins.

Der Tagesspiegel hefur eftir lögreglumanni að talið sé að Amri sé í felum í þýsku höfuðborginni, að hann sé líklega særður og vilji lítið láta fyrir sér fara.

Í morgun hafa fréttir borist af því að tveir menn hafi verið handteknir vegna gruns um að hafa ætlað sér að gera árás á verslunarmiðstöð í Oberhausen í Norðurrín-Vestfalíu.

Mennirnir eru bræður frá Kósóvó, 28 og 31 árs, og voru handteknir í Duisburg. Lögregla segir að engin tengsl séu milli bræðranna og árásarinnar í Berlín þar sem tólf manns fórust og tugir særðust.


Tengdar fréttir

Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás

Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×