Árásarmaðurinn í Berlín skotinn til bana í Mílanó Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2016 09:31 Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Anis Amri, sem grunaður er um að hafa ekið vörubíl inn á jólamarkað í Berlín á mánudag, var skotinn til bana í Mílanó á Ítalíu í nótt. Innanríkisráðherra Ítalíu, Marco Minniti, staðfesti þetta á fréttamannafundi í morgun, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá málinu. Ráðherrann greindi frá því að maður hafi verið skotinn til bana í úthverfi Mílanó-borgar, við Sesto San Giovanni lestarstöðina, um klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Hann var stöðvaður af lögreglu við reglubundið eftirlit á Piazza I Maggio.1. L'aggressore di Milano fermato da volante del commissariato Sesto San Giovanni durante un normale servizio di controllo del territorio pic.twitter.com/GmdIK0M9WS— Polizia di Stato (@poliziadistato) December 23, 2016 Skaut lögreglumann Ítalskir fjölmiðlar segir að maðurinn eigi að hafa hrópað Allah Akbar, dregið fram skotvopn og skotið á tvo lögreglumenn. Annar þeirra var skotinn í bringuna en lögreglumennirnir eiga þá að hafa skotið Amri til bana. Lögreglumaðurinn, Christian Movio, sem var skotinn á að hafa starfað í lögreglunni um níu mánaða skeið, en hann komst lífs af úr árásinni. Minneti þakkaði Movio sérstaklega fyrir.This is Cristian Movio - the police officer injured by #AnisAmri in shootout in #Milan - picture from @poliziadistato pic.twitter.com/IQNdW3ZhGX— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016 Minniti segir engan vafa leika á hvort að um Amri sé að ræða. Maðurinn var ekki með skilríki í fórum sínum, en fingraför hafi staðfest að þar hafi Amri verið þarna að ferðinni. Fjölmiðlar greina frá því að Amri hafi ekið um Frakkland á leið sinni til Ítalíu, en miðar sem fundust í vösum Amri benda til þessa.What we know about Amri's route so far, according to Milan terror chief: Chambéry, France –> Turin –> Milan, arrival at 1am last night— Philip Oltermann (@philipoltermann) December 23, 2016 Ráðherrann sagði að Amri hafi verið fótgangandi þegar hann var stöðvaður í Mílanó, en ítalskir fjölmiðlar höfðu áður greint frá að hann hafi verið á bíl. Kannað verður hvort að skotvopnið sem fannst í fórum Amri hafi verið það sama og notað var í Berlín. Deutsche Welle hefur rætt við bróður Amri sem segir fjölskylduna í áfalli og vilji ekki tjá sig um fréttir dagsins.#Amri 's brother via phone on his death: "We are shocked and the whole family is in a bad situation. No comment".— Jaafar Abdul Karim (@jaafarAbdulKari) December 23, 2016 Tólf fórust, tugir slasaðir Umfangsmikil leit hefur staðið yfir í Evrópu að hinum 24 ára Amri síðustu daga. Tólf manns fórust og tugir særðust í árásinni á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz. Skilríki Amri og fingraför höfðu fundist í vörubílnum.Myndskeið La Repubblica frá vettvangi í nótt.Amri hafði tengsl við Ítalíu, en hann kom til landsins árið 2011 ásamt þúsundum annarra Túnisa eftir að hafa komið með bát frá norðurströnd Afríku. Hann fékk dóm og sat í fangelsi í þrjú og hálft ár á Ítalíu fyrir að hafa kveikt í móttökustöð fyrir flóttafólk, hafa haft í hótunum fyrir lögreglu og fleiri brot. Bræður Amri, Walid og Abdelkader, telja að Anis hafi hneigst til róttækni þegar hann sat í fangelsi, en hann afplánaði dóm sinn í sex ólíkum fangelsum á Sikiley.Lögreglan í Berlín þakkar starfsbræðrum sínum á Ítalíu og óskar lögreglumanninum sem var skotinn skjóts baka. Kveðjan á Twitter er á ítölsku.Fréttin hefur verið uppfærð.Grazie e pronta guarigione ai colleghi feriti.#Danke für die Unterstützumg & gute Besserung dem verletzten Kollegen. #Breitscheidplatz^yt https://t.co/pADRzz6Wym— Polizei Berlin (@polizeiberlin) December 23, 2016 Blood stains on the pavement outside #Milan station where #AnisAmri was killed by Italian police overnight #BerlinAttack pic.twitter.com/EhudzU1aQo— Julián Miglierini (@julianmig) December 23, 2016
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32 Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00 Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Eftirlýsti Túnisinn á að hafa verið í samskiptum við liðsmenn ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. 22. desember 2016 10:32
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Fjölskylda Anis Amri í Túnis er furðu lostin og hneyksluð á honum. Hann komst í kynni við öfgamenn þegar hann sat í fangelsi á Ítalíu. Yfirvöld í Túnis sendu ekki nauðsynlega pappíra til Þýskalands fyrr en á miðvikudaginn. 23. desember 2016 07:00
Fingraför Amri fundust á hurð vörubílsins Lögregla gerði húsleit í miðstöð fyrir flóttafólk í Emmerich í Norðurrín-Vestfalíu í morgun. 22. desember 2016 11:53