Gleðileg jól í ljósadýrð Ritstjórn skrifar 24. desember 2016 18:15 Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn, segir Kári Fannar Lárusson sigurvegari í jólaljósmyndakeppninni. Myndin sýnir miðbæ Akureyrar þegar kveikt var á ljósum jólatrés á torginu. mynd/kári fannar lárusson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir Jólafréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir
Jólafréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum