Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. desember 2016 07:00 Nour Alhoda Hassani, móðir morðingjans. Nordicphotos/AFP Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. Þýska lögreglan segir að Amri hafi farið með lest til Ítalíu. Hann hafi komið til Mílanó um klukkan eitt aðfaranótt föstudags. Fáeinum klukkustundum síðar hafi hann orðið á vegi tveggja lögreglumanna. Þeir hafi borið kennsl á hann og þá hafi hann tekið upp byssu og byrjað að skjóta. Annar lögreglumannanna varð fyrir skoti og særðist, en Amri lét lífið þegar hann varð fyrir skoti frá lögreglunni.Lögreglumenn á vettvangi í Mílanó þar sem Anis Amri féll í skotbardaga við lögreglu.Nordicphotos/AFPMóðir hans, Nour Alhoda Hassani, sakar lögregluna í Þýskalandi og á Ítalíu um að hafa brugðist. Ábyrgðin af ódæðisverki hans liggi að hluta hjá þeim: „Af hverju var hann ekki sendur til Túnis? Af hverju var hann ekki dæmdur? Af hverju var hann ekki handtekinn?“ spyr hún í viðtali við þýsku útvarpsstöðina Deutsche Welle. „Þið höfðuð tvisvar eða þrisvar sinnum haft hendur í hári hans.“ Hann varð tólf manns að bana og særði nærri fimmtíu manns á mánudagskvöldið var þegar hann ók 25 tonna vöruflutningabifreið inn á jólamarkað í Berlín. Þá voru í gær tveir menn um þrítugt, bræður frá Kosovo, handteknir í Oberhausen í Þýskalandi, grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk í stórri verslunarmiðstöð þar í borg. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag. Þýska lögreglan segir að Amri hafi farið með lest til Ítalíu. Hann hafi komið til Mílanó um klukkan eitt aðfaranótt föstudags. Fáeinum klukkustundum síðar hafi hann orðið á vegi tveggja lögreglumanna. Þeir hafi borið kennsl á hann og þá hafi hann tekið upp byssu og byrjað að skjóta. Annar lögreglumannanna varð fyrir skoti og særðist, en Amri lét lífið þegar hann varð fyrir skoti frá lögreglunni.Lögreglumenn á vettvangi í Mílanó þar sem Anis Amri féll í skotbardaga við lögreglu.Nordicphotos/AFPMóðir hans, Nour Alhoda Hassani, sakar lögregluna í Þýskalandi og á Ítalíu um að hafa brugðist. Ábyrgðin af ódæðisverki hans liggi að hluta hjá þeim: „Af hverju var hann ekki sendur til Túnis? Af hverju var hann ekki dæmdur? Af hverju var hann ekki handtekinn?“ spyr hún í viðtali við þýsku útvarpsstöðina Deutsche Welle. „Þið höfðuð tvisvar eða þrisvar sinnum haft hendur í hári hans.“ Hann varð tólf manns að bana og særði nærri fimmtíu manns á mánudagskvöldið var þegar hann ók 25 tonna vöruflutningabifreið inn á jólamarkað í Berlín. Þá voru í gær tveir menn um þrítugt, bræður frá Kosovo, handteknir í Oberhausen í Þýskalandi, grunaðir um að ætla að fremja hryðjuverk í stórri verslunarmiðstöð þar í borg. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira