Svartir sauðir selja jólarjúpur á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 24. desember 2016 07:00 Rjúpan er ómissandi á borðum fjölda landsmanna um jólin. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira
Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Sjá meira