Vegir enn lokaðir vegna veðurs: Stórhríð fram undir hádegi en jólakyrrð í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 08:55 Vindaspáin á landinu á hádegi í dag. mynd/veðurstofan Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira