Innlent

Nafn mannsins sem lést í bílslysi á Holtavörðuheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slysið varð á fimmtudag.
Slysið varð á fimmtudag. Vísir
Maðurinn sem lést í bílslysinu á Holtavörðuheiðinni þann 22. desember síðastliðinn hét Sigþór Grétarsson, en frá þessu greinir lögreglan á Vesturlandi á Facebook-síðu sinni.

Slysið varð um klukkan 14:30 á fimmtudag þegar fólksbifreið á norðurleið og jepplingur á suðurleið lentu í árekstri. Maðurinn sem lést var ökumaður fólksbílsins og var einn á ferð. Í jepplingnum voru tveir erlendir ferðamenn sem voru fluttir lítið slasaðir á slysadeild í Fossvogi til skoðunar.

Aðstæður á slysstað voru mjög slæmar, vont veður með snjókomu, skafrenningi og krapi og hálka á vegi.


Tengdar fréttir

Banaslys á Holtavörðuheiði

Banaslys varð á Holtavörðuheiði klukkan 14:30 í dag þegar tveggja bíla árekstur varð á heiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×