Seinkanir hjá WOW air: Vélin frá Berlín á að lenda hálftíma eftir að jólin hringja inn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 13:24 Seinkanirnar í dag, aðfangadag, nema nokkrum klukkutímum. Vísir/Vilhelm Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Seinkanir eru á Evrópuflugum WOW air til Keflavíkur eftir hádegi í dag og er til að mynda áætluð koma vélar flugfélagsins frá Berlín samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar klukkan 18:30 í kvöld, hálftíma eftir að jólin hringja inn. Upphafleg áætlun var að vélin myndi lenda klukkan 14:20 og þá lenda aðrar vélar WOW air á landinu rétt fyrir jól, það er milli klukkan 16:30 og 17:50, í stað þess að lenda á milli klukkan 13:50 og 14:15. Halldór Berg Harðarson er einn af þeim sem ná ekki heim áður en kirkjuklukkurnar hringja jólin inn. Hann er harðorður í garð WOW air í færslu á Facebook-síðu sinni sem hann birti nú í hádeginu, og sjá má hér að neðan, auk þess sem Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði furðar sig á seinkuninni frá Berlín en dóttir hans mun ekki ná í tæka tíð í jólamatinn. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að ástæða seinkananna sé bilun sem varð í einni breiðþotu flugfélagsins í Amsterdam í gær. Það hafði mikil keðjuverkandi áhrif á áætlanir WOW air og sá fyrirtækið fram á, ef að það myndi ekki seinka vélunum frá Evrópu í dag, að vera með hundruð farþega strandaglópa hér á landi yfir jólin sem hefðu ekki komist til Bandaríkjanna. Af tvennu illu hafi því verið ákveðið að fresta Evrópuflugunum. Svanhvít leggur áherslu að það séu mjög fáir Íslendinga að fljúga með WOW air heim í dag; flestir farþeganna séu erlendir ferðamenn á leið í áframhaldandi tengiflug til Norður-Ameríku. „En það munu allir komast heim á eftir en Íslendingar eru greinilega ekki að fljúga mikið þennan dag,“ segir Svanhvít.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?